Hélt bara að ég væri slappur Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 16. október 2019 08:30 Guðmundur Helgi Magnússon segir mikilvægt að fylgjast vel með hjartanu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Guðmundur Helgi Magnússon verslunarmaður var á réttum stað og tíma þegar hann lenti í hjartastoppi við líkamsrækt í Valsheimilinu. Hann er þakklátur bæði bjargvættum sínum og heilbrigðiskerfinu og segir einkenni hjartaáfalla oft lúmsk. „Ég er að æfa niðri í Valsheimili og er að hita upp áður en ég fer að lyfta og er að hlaupa uppi á svölunum eins og maður gerir gjarnan þegar maður er að æfa þar og er að hita sig upp,“ útskýrir Guðmundur. „Ég var að æfa með nokkrum og kom þarna svolítið á undan hinum og var bara einn að hlaupa og á meðan var meistaraflokkur kvenna í handbolta að æfa niðri í salnum. Ég hljóp þarna og fékk svo bara fyrir hjartað. Eins og ég upplifði það þá fann ég bara rosalegan sting og svo man ég ekkert meir.“Skjót viðbrögð „Ég fékk þá raunverulega bara hjartastopp og dett þarna um koll á svölunum,“ segir Guðmundur en það sem á eftir fylgdi heyrði hann frá öðrum. „Það er hún Anna Úrsúla sem sér mig detta þarna, hún stekkur upp, klifrar yfir grindverkið og upp á svalirnar. Hún heldur fyrst að ég hafi bara hrasað af því að ég fékk gat á hausinn en svo finnur hún að ég er í hjartastoppi þannig að hún kallar á hinar stelpurnar og segir þeim að ná í stuðtæki sem var í húsinu og einhverjar hringja á sjúkrabíl.“ „Þær koma stuðtækinu á mig og koma mér í gang aftur með stuðtækinu áður en sjúkrabíllinn kemur, sem er nú að vísu bara hinum megin við götuna, svona 5-6 mínútum seinna og þá voru þær búnar að koma mér í gang aftur. Ég ranka við mér í sjúkrabílnum en hjartað var farið að slá þarna á staðnum. Þeir byrja á að fara með mig niður á Borgarspítalann á slysadeildina og þar komast þeir að því að ættarsagan mín er þannig að pabbi hafi fengið svona og bróðir minn,“ útskýrir Guðmundur. „Læknirinn sem tók við mér hringir á Landspítalann og spyr hvað hann eigi að gera,“ segir hann, en læknirinn sem svaraði var Þorbjörn Guðjónsson. „Þorbjörn segir honum að senda mig undir eins, hann sé á staðnum og ætli að taka mig í þræðingu strax. Þeir fara þá með mig beint upp á Landspítala og þar er ég þræddur tveimur tímum eftir að þetta gerðist. Þá kom í ljós að tvær af þremur kransæðum voru stíflaðar.“Hélt að hann væri slappur Guðmundur segir að sig hafi ekki grunað hvað var í vændum. „Ég hafði ekki æft mig í smá tíma því mér fannst ég hafa verið slappur og með kvef, en ég fékk ekkert fyrir hjartað, fékk ekki verk fram í höndina eða einhvern streng eða eitthvað svoleiðis sem sumir minnast á. Mér fannst ég búinn að vera slappur og ég upplifði þetta bara sem kvef. En svona eftir á að hyggja hefur þetta væntanlega verið það að hjartað hafi ekki dælt nóg og ekki nóg blóðrás. Þegar ég fer að lýsa þessu fyrir lækninum þá segir hann að þetta sé raunverulega fyrirboðinn en að hann sé bara mismunandi eftir einstaklingum.“ Faðir hans og bróðir höfðu fengið hjartaáfall en lýsingarnar frá þeim og þær sem hann hafði almennt heyrt um, komu ekki heim og saman við einkennin sem Guðmundur upplifði, og var það ekki fyrr en eftir á sem hann gerði sér grein fyrir að slappleikinn hafði verið undanfari. „Af því að pabbi minn hafði fengið svona og bróðir minn þá sá ég alltaf fyrir mér að ég fengi einhvern svona streng eða tak upp í öxl eða upp í kjálkann eins og menn lýsa oft en raunverulega fékk ég það ekki fyrr en eftir hjartastoppið, dagana eftir að ég var búinn að fara í þræðingu þá fékk ég svona tak upp í kjálka eins og menn lýsa,“ segir Guðmundur. „Þá skildi ég þessa lýsingu.“Brattur í bataferlinu „Miðað við þennan tímaramma þá hefur hjartað í mér sennilega stoppað í svona 4-5 mínútur,“ segir Guðmundur en þrátt fyrir alvarleikann gekk batinn vonum framar. „Ég hef nánast algjörlega náð mér. Ég missti lyktarskynið og minnið var ekki gott svona fyrsta árið en það er allt að koma til baka. Það er raunverulega bara lyktarskynið sem er ekki komið fullkomlega til baka. Það er svona það eina sem ég hef fundið eftir á.“ Ferlið tók þó sinn tíma. „En þetta tók marga mánuði, eða 2-3 ár að ná sér á strik. Ég fór í endurhæfingu, fyrst á Landspítalanum, svo var ég niðri í Sjálfsbjörg í nokkra mánuði. Ég vann ekkert fyrstu tvo mánuðina, svo fór ég að vinna svona smátt og smátt. Eftir 6-7 mánuði þá var ég kominn í fulla vinnu aftur. Ég var úthaldsminni svona fyrsta árið myndi ég segja.“ Hann er undir reglulegu eftirliti hjá Þorbirni hjartalækni. „Ég fer alltaf til Þorbjörns, að vísu nú orðið einu sinni á ári. Hann fylgist með hvort allt sé í orden, það er tekin blóðprufa og hjartalínurit, stundum ómskoðun.“ Guðmundur segir það mikilvægt að vera undir eftirliti og láta fylgjast með sér. „Það er náttúrulega það sem ég hefði átt að gera. Ég hefði þurft að láta fylgjast betur með mér, sérstaklega þar sem ættarsagan er svona skýr,“ svarar Guðmundur þegar hann er spurður að því hvort hann hafi ráðleggingar. „Stundum er sagt við mann að ef maður er í góðu formi þá gerist þetta síður en ég hef alltaf verið í tiltölulega góðu formi, enda segir Þorbjörn læknir við mig að það sem ræður mestu um hvort þú fáir þetta er ættarsagan, erfðatengt eða reykingar, en ég hafði ekkert reykt í 40 ár þegar þetta gerðist. En hins vegar benti hann á að ef maður er í góðu formi þá þolir maður þetta betur, og það er kannski það sem bjargaði mér, ég var í mjög góðu formi svo að ég þoldi betur þetta álag, það að hjartað stoppaði. Líkaminn var fljótari að jafna sig. Hann þoldi það betur. En það hefði mátt koma í veg fyrir þetta ef ég hefði farið í skoðun. Fyrirboðarnir eru ekki eins hjá öllum, þeir geta verið mjög skrítnir, eins og með mig, ég hélt bara að ég væri eitthvað slappur, væri bara með kvef. Ég var úthaldslítill, hugsaði bara: þetta er eitthvert vorkvef, var bara þreyttur en fékk aldrei sting eða neitt svoleiðis, fyrr en akkúrat þegar hjartað stoppaði. Það er svona mín síðasta minning, að ég fékk alveg rosalegan sting fyrir hjartað, eins og þetta væri geðveikislegur brjóstsviði eða eitthvað, það er svona það síðasta sem ég man, og svo bara fell ég.“ Þegar Guðmundur lítur til baka segir hann kvefeinkennin að vissu leyti hafa verið frábrugðin þeim sem hann hafði áður upplifað. „Eftir á voru þau kannski sterkari, ég var slappari miðað við að ég hafi ekki verið með hálsbólgu eða nasakvef eða annað slíkt. Þau voru kannski aðeins ýktari.“Bjargað vegna athyglisbrests Guðmundur er fullur þakklætis í garð lífgjafa sinna. „Þær eru mín lífsbjörg, ég er í miklu sambandi við þær. Þær voru snillingar að koma mér í gang aftur og bara að hafa séð þetta og brugðist við,“ segir hann. „Ég segi nú oft við Önnu Úrsúlu að hún sé með athyglisbrest og þess vegna hafi hún séð mig og það hafi bjargað mér, hún hafi verið að fylgjast með einhverju öðru en hún átti að vera að gera á æfingunni.“ Hann segir vökul augu og leiftursnögg viðbrögð Önnu hafi gert það að verkum að hann sé ekki aðeins á lífi, heldur hafi einnig náð eins góðum bata og raun ber vitni. „Hún stekkur upp strax og öll þessi skjótu viðbrögð gerðu það að verkum að ég hef náð heilsu aftur. Læknar segja að ef það hefðu liðið 2-3 mínútur í viðbót þá væri ég sjálfsagt mun verr staddur, og jafnvel að einhverjum hluta til öryrki. Hver einasta mínúta skiptir svo miklu máli þegar hjartað stoppar.“ Guðmundur er ekki síður þakklátur fyrir heilbrigðiskerfið. „Ég komst að því hvað heilbrigðiskerfið er raunverulega sterkt hérna, þó það sé oft gagnrýnt. Mér fannst ég fá frábæra þjónustu frá A til Ö í þessu áfalli. Það er oft talað um að það sé í lamasessi en það virðist virka þarna eða virkaði allavega vel fyrir mig.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Guðmundur Helgi Magnússon verslunarmaður var á réttum stað og tíma þegar hann lenti í hjartastoppi við líkamsrækt í Valsheimilinu. Hann er þakklátur bæði bjargvættum sínum og heilbrigðiskerfinu og segir einkenni hjartaáfalla oft lúmsk. „Ég er að æfa niðri í Valsheimili og er að hita upp áður en ég fer að lyfta og er að hlaupa uppi á svölunum eins og maður gerir gjarnan þegar maður er að æfa þar og er að hita sig upp,“ útskýrir Guðmundur. „Ég var að æfa með nokkrum og kom þarna svolítið á undan hinum og var bara einn að hlaupa og á meðan var meistaraflokkur kvenna í handbolta að æfa niðri í salnum. Ég hljóp þarna og fékk svo bara fyrir hjartað. Eins og ég upplifði það þá fann ég bara rosalegan sting og svo man ég ekkert meir.“Skjót viðbrögð „Ég fékk þá raunverulega bara hjartastopp og dett þarna um koll á svölunum,“ segir Guðmundur en það sem á eftir fylgdi heyrði hann frá öðrum. „Það er hún Anna Úrsúla sem sér mig detta þarna, hún stekkur upp, klifrar yfir grindverkið og upp á svalirnar. Hún heldur fyrst að ég hafi bara hrasað af því að ég fékk gat á hausinn en svo finnur hún að ég er í hjartastoppi þannig að hún kallar á hinar stelpurnar og segir þeim að ná í stuðtæki sem var í húsinu og einhverjar hringja á sjúkrabíl.“ „Þær koma stuðtækinu á mig og koma mér í gang aftur með stuðtækinu áður en sjúkrabíllinn kemur, sem er nú að vísu bara hinum megin við götuna, svona 5-6 mínútum seinna og þá voru þær búnar að koma mér í gang aftur. Ég ranka við mér í sjúkrabílnum en hjartað var farið að slá þarna á staðnum. Þeir byrja á að fara með mig niður á Borgarspítalann á slysadeildina og þar komast þeir að því að ættarsagan mín er þannig að pabbi hafi fengið svona og bróðir minn,“ útskýrir Guðmundur. „Læknirinn sem tók við mér hringir á Landspítalann og spyr hvað hann eigi að gera,“ segir hann, en læknirinn sem svaraði var Þorbjörn Guðjónsson. „Þorbjörn segir honum að senda mig undir eins, hann sé á staðnum og ætli að taka mig í þræðingu strax. Þeir fara þá með mig beint upp á Landspítala og þar er ég þræddur tveimur tímum eftir að þetta gerðist. Þá kom í ljós að tvær af þremur kransæðum voru stíflaðar.“Hélt að hann væri slappur Guðmundur segir að sig hafi ekki grunað hvað var í vændum. „Ég hafði ekki æft mig í smá tíma því mér fannst ég hafa verið slappur og með kvef, en ég fékk ekkert fyrir hjartað, fékk ekki verk fram í höndina eða einhvern streng eða eitthvað svoleiðis sem sumir minnast á. Mér fannst ég búinn að vera slappur og ég upplifði þetta bara sem kvef. En svona eftir á að hyggja hefur þetta væntanlega verið það að hjartað hafi ekki dælt nóg og ekki nóg blóðrás. Þegar ég fer að lýsa þessu fyrir lækninum þá segir hann að þetta sé raunverulega fyrirboðinn en að hann sé bara mismunandi eftir einstaklingum.“ Faðir hans og bróðir höfðu fengið hjartaáfall en lýsingarnar frá þeim og þær sem hann hafði almennt heyrt um, komu ekki heim og saman við einkennin sem Guðmundur upplifði, og var það ekki fyrr en eftir á sem hann gerði sér grein fyrir að slappleikinn hafði verið undanfari. „Af því að pabbi minn hafði fengið svona og bróðir minn þá sá ég alltaf fyrir mér að ég fengi einhvern svona streng eða tak upp í öxl eða upp í kjálkann eins og menn lýsa oft en raunverulega fékk ég það ekki fyrr en eftir hjartastoppið, dagana eftir að ég var búinn að fara í þræðingu þá fékk ég svona tak upp í kjálka eins og menn lýsa,“ segir Guðmundur. „Þá skildi ég þessa lýsingu.“Brattur í bataferlinu „Miðað við þennan tímaramma þá hefur hjartað í mér sennilega stoppað í svona 4-5 mínútur,“ segir Guðmundur en þrátt fyrir alvarleikann gekk batinn vonum framar. „Ég hef nánast algjörlega náð mér. Ég missti lyktarskynið og minnið var ekki gott svona fyrsta árið en það er allt að koma til baka. Það er raunverulega bara lyktarskynið sem er ekki komið fullkomlega til baka. Það er svona það eina sem ég hef fundið eftir á.“ Ferlið tók þó sinn tíma. „En þetta tók marga mánuði, eða 2-3 ár að ná sér á strik. Ég fór í endurhæfingu, fyrst á Landspítalanum, svo var ég niðri í Sjálfsbjörg í nokkra mánuði. Ég vann ekkert fyrstu tvo mánuðina, svo fór ég að vinna svona smátt og smátt. Eftir 6-7 mánuði þá var ég kominn í fulla vinnu aftur. Ég var úthaldsminni svona fyrsta árið myndi ég segja.“ Hann er undir reglulegu eftirliti hjá Þorbirni hjartalækni. „Ég fer alltaf til Þorbjörns, að vísu nú orðið einu sinni á ári. Hann fylgist með hvort allt sé í orden, það er tekin blóðprufa og hjartalínurit, stundum ómskoðun.“ Guðmundur segir það mikilvægt að vera undir eftirliti og láta fylgjast með sér. „Það er náttúrulega það sem ég hefði átt að gera. Ég hefði þurft að láta fylgjast betur með mér, sérstaklega þar sem ættarsagan er svona skýr,“ svarar Guðmundur þegar hann er spurður að því hvort hann hafi ráðleggingar. „Stundum er sagt við mann að ef maður er í góðu formi þá gerist þetta síður en ég hef alltaf verið í tiltölulega góðu formi, enda segir Þorbjörn læknir við mig að það sem ræður mestu um hvort þú fáir þetta er ættarsagan, erfðatengt eða reykingar, en ég hafði ekkert reykt í 40 ár þegar þetta gerðist. En hins vegar benti hann á að ef maður er í góðu formi þá þolir maður þetta betur, og það er kannski það sem bjargaði mér, ég var í mjög góðu formi svo að ég þoldi betur þetta álag, það að hjartað stoppaði. Líkaminn var fljótari að jafna sig. Hann þoldi það betur. En það hefði mátt koma í veg fyrir þetta ef ég hefði farið í skoðun. Fyrirboðarnir eru ekki eins hjá öllum, þeir geta verið mjög skrítnir, eins og með mig, ég hélt bara að ég væri eitthvað slappur, væri bara með kvef. Ég var úthaldslítill, hugsaði bara: þetta er eitthvert vorkvef, var bara þreyttur en fékk aldrei sting eða neitt svoleiðis, fyrr en akkúrat þegar hjartað stoppaði. Það er svona mín síðasta minning, að ég fékk alveg rosalegan sting fyrir hjartað, eins og þetta væri geðveikislegur brjóstsviði eða eitthvað, það er svona það síðasta sem ég man, og svo bara fell ég.“ Þegar Guðmundur lítur til baka segir hann kvefeinkennin að vissu leyti hafa verið frábrugðin þeim sem hann hafði áður upplifað. „Eftir á voru þau kannski sterkari, ég var slappari miðað við að ég hafi ekki verið með hálsbólgu eða nasakvef eða annað slíkt. Þau voru kannski aðeins ýktari.“Bjargað vegna athyglisbrests Guðmundur er fullur þakklætis í garð lífgjafa sinna. „Þær eru mín lífsbjörg, ég er í miklu sambandi við þær. Þær voru snillingar að koma mér í gang aftur og bara að hafa séð þetta og brugðist við,“ segir hann. „Ég segi nú oft við Önnu Úrsúlu að hún sé með athyglisbrest og þess vegna hafi hún séð mig og það hafi bjargað mér, hún hafi verið að fylgjast með einhverju öðru en hún átti að vera að gera á æfingunni.“ Hann segir vökul augu og leiftursnögg viðbrögð Önnu hafi gert það að verkum að hann sé ekki aðeins á lífi, heldur hafi einnig náð eins góðum bata og raun ber vitni. „Hún stekkur upp strax og öll þessi skjótu viðbrögð gerðu það að verkum að ég hef náð heilsu aftur. Læknar segja að ef það hefðu liðið 2-3 mínútur í viðbót þá væri ég sjálfsagt mun verr staddur, og jafnvel að einhverjum hluta til öryrki. Hver einasta mínúta skiptir svo miklu máli þegar hjartað stoppar.“ Guðmundur er ekki síður þakklátur fyrir heilbrigðiskerfið. „Ég komst að því hvað heilbrigðiskerfið er raunverulega sterkt hérna, þó það sé oft gagnrýnt. Mér fannst ég fá frábæra þjónustu frá A til Ö í þessu áfalli. Það er oft talað um að það sé í lamasessi en það virðist virka þarna eða virkaði allavega vel fyrir mig.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira