Tollfrelsi EES og álið Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 16. október 2019 07:15 Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á ári. Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræðistörfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra starfa sem tiltekinn iðnaður skapar. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyrir innan tollamúrana.Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á bilinu 4-7%.“ Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um 15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af allri framleiddri orku hér á landi. Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hagkvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri en við þekkjum hana í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Njáll Trausti Friðbertsson Utanríkismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á ári. Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræðistörfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra starfa sem tiltekinn iðnaður skapar. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyrir innan tollamúrana.Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á bilinu 4-7%.“ Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um 15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af allri framleiddri orku hér á landi. Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hagkvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri en við þekkjum hana í dag.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar