Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2019 18:26 Frá Reykhólum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35