Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 16:23 Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Þórgnýr Dýrfjörð Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir. Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir.
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira