Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 17:00 Borgarstjórn samþykkti í dag samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30
Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48