Vestfirsku ræturnar hafa hjálpað Ólafi Ragnari að halda sönsum í allri ólgunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 17:51 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir „Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30