Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 10:35 Jaroslaw Kaczynski er formaður Laga og réttlætis. Hann hefur þó ekki viljað forsætisráðherrastólinn. Vísir/EPA Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50