Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 13:00 Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“ Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira