Lífið

Sjáðu Stjórnina taka Hatrið mun sigra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga og Grétar tóku Hatrið mun sigra.
Sigga og Grétar tóku Hatrið mun sigra.
„Strax eftir að Hatari flutti lagið í forkeppninni lagði ég til við Stjórnarmeðlimi að við skyldum reyna við þetta skemmtilega lag, sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ segir Grétar Örvarsson en Stjórnin tók lagið vinsæla á tónleikum í Háskólabíói þann 5.október.

„Það má segja að það hafi steinlegið hjá bandinu eftir fyrsta rennsli. Í framhaldi fluttum við það á Eurovisionballi sem Stjórnin hélt á úrslitakvöldinu. Stjórnin endurtók síðan leikinn í Herjólfsdal á Þjóðhátíð við mikinn fögnuð brekkunnar. Þar sem Stjórnin er jú þekkt sem Eurovision hljómsveit fannst okkur tilvalið að hafa lagið á dagskrá tónleikanna í Háskólabíói.“

Grétar segir það draum sveitarinnar að taka lagið með Hatara.

Hér að neðan má sjá þennan skemmtilega og góða flutning Stjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.