Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 08:39 Drög að nýjum stofnleiðum má sjá á þessu korti. Mynd/Strætó Drög að nýju leiðaneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt í gær. Leiðanetinu verður skipt í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. Í kynningu leiðanetsins á vefsíðu Strætó segir að stofnleiðanetið sé skipulagt sem burðarásinn í kerfinu. Tilgangur þess verði að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Þá er áætlað að borgarlínan muni leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp. Þá verður leitast við að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.Leiðanetið með bæði stofnleiðum og almennum leiðum.Mynd/StrætóLeiðanetið verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023, þegar gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Umfangsmestu breytingarnar munu felast í nýju skipulagi við Hlemm þar sem einungis verður gegnumakstur almenningssamgangna, nýrri endastöð á BSÍ reit, brú yfir Fossvog og nýrri skiptistöð í Vogabyggð. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, tók leiðanetið til umfjöllunar á Twitter-reikningi sínum í gær. Hún sagði leiðanetið byggt á svokölluðu „Ridership“-neti, sem feli í sér ákveðnar breytingar á núverandi Strætókerfi. „Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega. Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð.“Áætlað er að vagnar á Stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatímaVagnar á Almennum leiðum aka á 15 mínútna fresti á annatímum og 20-30 mínútna fresti utan annatíma pic.twitter.com/gPM8oZZDFJ— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) October 9, 2019 Hér má nálgast gagnvirkt kort af nýja leiðakerfinu. Á síðunni má jafnframt senda inn hugmyndir eða ábendingar um kerfið en í tilkynningu Strætó segir að lögð verði mikil áhersla á þátttöku almennings í mótun kerfisins, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna: DagsetningTímiStaðsetning 21. október15:00-18:00Háholt í Mosfellsbæ22. október 15:00-18:00Mjódd 24. október15:00-18:00Smáralind 28. október15:00-18:00Fjörður 29. október12:00-14:00Háskólatorg29. október 16:00-18:00Háskólatorg31. október 16:00-18:00 Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7 Borgarlína Samgöngur Skipulag Strætó Tengdar fréttir „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Drög að nýju leiðaneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt í gær. Leiðanetinu verður skipt í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. Í kynningu leiðanetsins á vefsíðu Strætó segir að stofnleiðanetið sé skipulagt sem burðarásinn í kerfinu. Tilgangur þess verði að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Þá er áætlað að borgarlínan muni leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp. Þá verður leitast við að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.Leiðanetið með bæði stofnleiðum og almennum leiðum.Mynd/StrætóLeiðanetið verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023, þegar gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Umfangsmestu breytingarnar munu felast í nýju skipulagi við Hlemm þar sem einungis verður gegnumakstur almenningssamgangna, nýrri endastöð á BSÍ reit, brú yfir Fossvog og nýrri skiptistöð í Vogabyggð. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, tók leiðanetið til umfjöllunar á Twitter-reikningi sínum í gær. Hún sagði leiðanetið byggt á svokölluðu „Ridership“-neti, sem feli í sér ákveðnar breytingar á núverandi Strætókerfi. „Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega. Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð.“Áætlað er að vagnar á Stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatímaVagnar á Almennum leiðum aka á 15 mínútna fresti á annatímum og 20-30 mínútna fresti utan annatíma pic.twitter.com/gPM8oZZDFJ— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) October 9, 2019 Hér má nálgast gagnvirkt kort af nýja leiðakerfinu. Á síðunni má jafnframt senda inn hugmyndir eða ábendingar um kerfið en í tilkynningu Strætó segir að lögð verði mikil áhersla á þátttöku almennings í mótun kerfisins, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna: DagsetningTímiStaðsetning 21. október15:00-18:00Háholt í Mosfellsbæ22. október 15:00-18:00Mjódd 24. október15:00-18:00Smáralind 28. október15:00-18:00Fjörður 29. október12:00-14:00Háskólatorg29. október 16:00-18:00Háskólatorg31. október 16:00-18:00 Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7
Borgarlína Samgöngur Skipulag Strætó Tengdar fréttir „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42
Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05