Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 19:00 Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08