Bókin varð til í heita pottinum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. október 2019 08:00 Árni les gjarnan með dóttur sinni en á heimilinu er það regla að aldrei skuli segja nei við góðri bók. Fréttablaðið/Ernir Bókin Friðbergur forseti kom út fyrir viku og situr nú efst á lista yfir söluhæstu barnabækurnar þessa vikuna. Bókina skrifaði Árni með aðstoð dóttur sinnar Helenu, en hann hafði lengi langað til að skrifa barnabók.Lét drauminn rætast „Bókin fjallar um krakka, systkini og félaga þeirra. Þau rísa upp gegn óréttlæti þegar til stendur að vísa vinum þeirra og skólafélögum úr landi. Þau neita að gefast upp og ákveða að berjast gegn því. Í kjölfarið fara börn að hverfa. Í fyrstu lítur út fyrir hvörfin séu fyrir tilstilli hryðjuverkasamtaka. Söguhetjurnar dragast svo frekar inn í atburðarásina og úr verður mikil spenna og mikið gaman,“ segir Árni. Bókin er fyrst og fremst skáldsaga fyrir börn, en Árni seldi auglýsingastofu sína að hluta til vegna þess að hann langaði að einbeita sér frekar að ritstörfum. Friðbergur forseti er hans fyrsta skáldsaga, en Árni stefnir á að halda ótrauður áfram. „Það eru persónur í bókinni sem eru byggðar á fólki úr samfélaginu og í henni gerast hlutir sem eru skírskotun í atburði sem hafa gerst, vísanir í samtímann. Síðan er Friðbergur forseti, sem er búinn að taka sér hálfgert einræðisvald. Krakkarnir eru sem sagt að berjast gegn honum og hans ákvörðunum,“ segir Árni en hann vill meina að Friðbergur sé eins ólíkur Guðna Th., forseta Íslands, og mögulegt sé.?Bókina er hægt að nálgast í öllum helstu bókabúðum.Aldrei nei við bókum Eins og áður kom fram skrifaði Árni bókina með aðstoð dóttur sinnar Helenu. Þau fara í sund saman í Vesturbæjarlaugina nánast daglega. „Við sitjum oft í pottinum og erum að spjalla. Svo lesum við líka mikið saman. Mig langaði mikið til að skrifa barnabók og þá barnabók um hluti sem skipta máli. Mig langaði að skrifa bók fyrir stelpuna mína á meðan hún væri enn þá á þessum aldri. Ég fór að viðra þær hugmyndir og hún hjálpaði mér. Hún sagði mér til dæmis hvaða karaktera hana langaði að hafa í bókinni og hvað þeir ættu að heita. Saman í pottaspjalli þróuðum við söguna og þá atburði sem í henni gerast.“ Besta hugarleikfimin Árni segist vera gríðarlega ánægður með viðtökurnar. „Ég er rosalega glaður að fólk og krakkar hafi áhuga á að lesa hana. Þetta er hugsjónamál líka. Ég trúi því mjög einlæglega að aldrei komi of mikið út af barnabókum. Við höfum þá reglu heima hjá mér að segja aldrei nei við bókum. Ég held að lestur barna og það að foreldrar séu duglegir að lesa með börnunum sínum sé ein besta hugarleikfimi sem í boði er. Það er líka hvatinn að þessu öllu saman. En líka það að skrifa um hluti sem skipta máli, börn hafa skoðanir og skilja hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Bókin Friðbergur forseti kom út fyrir viku og situr nú efst á lista yfir söluhæstu barnabækurnar þessa vikuna. Bókina skrifaði Árni með aðstoð dóttur sinnar Helenu, en hann hafði lengi langað til að skrifa barnabók.Lét drauminn rætast „Bókin fjallar um krakka, systkini og félaga þeirra. Þau rísa upp gegn óréttlæti þegar til stendur að vísa vinum þeirra og skólafélögum úr landi. Þau neita að gefast upp og ákveða að berjast gegn því. Í kjölfarið fara börn að hverfa. Í fyrstu lítur út fyrir hvörfin séu fyrir tilstilli hryðjuverkasamtaka. Söguhetjurnar dragast svo frekar inn í atburðarásina og úr verður mikil spenna og mikið gaman,“ segir Árni. Bókin er fyrst og fremst skáldsaga fyrir börn, en Árni seldi auglýsingastofu sína að hluta til vegna þess að hann langaði að einbeita sér frekar að ritstörfum. Friðbergur forseti er hans fyrsta skáldsaga, en Árni stefnir á að halda ótrauður áfram. „Það eru persónur í bókinni sem eru byggðar á fólki úr samfélaginu og í henni gerast hlutir sem eru skírskotun í atburði sem hafa gerst, vísanir í samtímann. Síðan er Friðbergur forseti, sem er búinn að taka sér hálfgert einræðisvald. Krakkarnir eru sem sagt að berjast gegn honum og hans ákvörðunum,“ segir Árni en hann vill meina að Friðbergur sé eins ólíkur Guðna Th., forseta Íslands, og mögulegt sé.?Bókina er hægt að nálgast í öllum helstu bókabúðum.Aldrei nei við bókum Eins og áður kom fram skrifaði Árni bókina með aðstoð dóttur sinnar Helenu. Þau fara í sund saman í Vesturbæjarlaugina nánast daglega. „Við sitjum oft í pottinum og erum að spjalla. Svo lesum við líka mikið saman. Mig langaði mikið til að skrifa barnabók og þá barnabók um hluti sem skipta máli. Mig langaði að skrifa bók fyrir stelpuna mína á meðan hún væri enn þá á þessum aldri. Ég fór að viðra þær hugmyndir og hún hjálpaði mér. Hún sagði mér til dæmis hvaða karaktera hana langaði að hafa í bókinni og hvað þeir ættu að heita. Saman í pottaspjalli þróuðum við söguna og þá atburði sem í henni gerast.“ Besta hugarleikfimin Árni segist vera gríðarlega ánægður með viðtökurnar. „Ég er rosalega glaður að fólk og krakkar hafi áhuga á að lesa hana. Þetta er hugsjónamál líka. Ég trúi því mjög einlæglega að aldrei komi of mikið út af barnabókum. Við höfum þá reglu heima hjá mér að segja aldrei nei við bókum. Ég held að lestur barna og það að foreldrar séu duglegir að lesa með börnunum sínum sé ein besta hugarleikfimi sem í boði er. Það er líka hvatinn að þessu öllu saman. En líka það að skrifa um hluti sem skipta máli, börn hafa skoðanir og skilja hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira