Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 12:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lýsir RÚV sem geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira