Akureyrarstofa vinnur nú að því að markaðssetja Hrísey. Ráðist var í könnun á meðal landsmanna til þess að fá upplýsingar um hvað hug Íslendingar bera til eyjunnar.
„Við vildum komast að því hversu stórt hlutfall Íslendinga raun og veru þekkti Hrísey og hefði komið þangað,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Hrísey varla á kortinu hjá mörgum
57 prósent landsmanna hafa komið í eyjuna á síðustu tíu árum en heldur færri að undanförnu, aðeins 17 prósent á síðustu fimm árum.„Það sem við þurfum að skoða er að mjög stór hluti Íslendinga virðist ekki bara gera sér eða sjá neina ástæðu til að heimsækja eyjuna. Bara hér um bil veit ekki að hún er til eða átta sig ekki á þeim möguleikum og þeim dásemdum sem að Hrísey býr yfir,“ segir Ragnar.

„Það sem við þurfum nú að gera og höfum verið að gera en ætlum að blása til sóknar nú í vetur og vinna fyrir næsta sumar í því að markaðssetja eyjuna og koma því betur á framfæri við landsmenn alla hvað þangað er að sækja,“ segir Ragnar.
Könnunin sýnir að náttúra eyjunnar sé það sem helst laði að.
„Þessi friðsemd og ró sem eyjan býr yfir er alveg hreint út samt dásamleg. Svo er það fuglalífið. Þetta er náttúrulega friðland rjúpunnar. Þannig að þú sérð þarna rjúpur í görðum og ý msar aðrar fuglategundi. Þannig að er þetta svona pínu náttúruparadís sem er mjög einfalt að sækja heim, fimmtán mínútna sigling.“