Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa? Árni Jóhannsson skrifar 24. október 2019 21:15 Ingi Þór var ekki sáttur þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Daníel Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45