Segir þingmann sá tortryggni með orðum sínum um endurheimt votlendis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:59 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Aðsent Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira