Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 14:45 Oddný Anna Björnsdóttir og hampurinn sem þau hjón eru að rækta á jörð sinni í Berufirði. Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira