
Kannabis

Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ
Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi.

Ætlar heilbrigðisráðherra að lögleiða kannabis?
Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans.

Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala
Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega.

Tvö börn flutt á spítala eftir að hafa neytt kannabis-gúmmíbangsa
Tvö börn voru flutt á Barnaspítalann Hringsins í gær eftir að í ljós kom að þau höfðu borðað gúmmíbangsa sem innihéldu THC, tetrahýdrókannabínól, sem unnið er úr kannabisplöntunni.

Fundu sautján poka af ónýtum kannabisplöntum og úrgangi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 26. júní síðastliðinn leifar af kannabisræktun við Krýsuvíkurveg nálægt Bláfjallavegi. Þar fundust sautján svartir ruslapokar fullir af mold, áburði, úrgangi og ónýtum kannabisplöntum. Efnunum hefur verið fargað og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar.

Kannabis en ekki kjólar í kassanum
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði.

Fögnuðu lögleiðingu kannabisefna
Kannabisunnendur í Þýskalandi gátu fagnað vel og innilega við Brandenborgarhliðið á miðnætti þegar ný lög, sem gera einkaneyslu kannabisefna löglega, tóku gildi. Efasemdir eru hins vegar uppi um ágæti lögleiðingarinnar.

Þýskaland lögleiðir kannabis
Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota.

Ástæða til að skoða lögleiðingu kannabis í lækningaskyni
Heilbrigðisráðherra telur ástæðu til að skoða hugmyndir um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni, en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort formleg vinna hefjist um málið. Slíkar breytingar verði að vinna í samráði við dómsmálaráðuneytið.

Sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni við daglegum verkjum
Karlmaður sem glímir við kvalarfulla taugasjúkdóma segir sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni vegna mikilla verkja. Hann vill opna umræðuna um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi, enda slái ekkert annað á verkina eins og það.

Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig
Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki.

Kynna drög að frjálslegri lögum um kannabis í Þýskalandi
Þýska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á lögum og reglum um vörslu og sölu á kannabisefnum. Fái málið framgang á þingi mega einstaklingar eiga neysluskammta og rækta allt að þrjár kannabisplöntur.

Sektaði Birtu CBD fyrir að brjóta lög með fullyrðingum sínum
Neytendastofa sektaði Birtu CBD um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem stofnunin telur hafa brotið lög. Fyrirtækið flytur inn og selur vörur sem innihalda CBD, einnig þekkt sem kannabídíól unnið úr kannabisplöntum.

Banna kannabis á götum rauða hverfisins í Amsterdam
Borgaryfirvöld í Amsterdam í Hollandi hafa lagt bann við kannabisreykingum á götum „rauða hverfisins“ og sömuleiðis hert reglur um aðsókn að skemmtistöðum og veitingastöðum.

Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni
Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð.

Kannabis áfram á bannlista lyfjaeftirlitsins
Alþjóðlega lyfjaeftirlitið, WADA (e. World Anti-Doping Agnecy), hefur tilkynnt eftir nánari endurskoðun að kannabis verður áfram á bannlista yfir þau lyf sem íþróttamönnum er bannað að taka inn.

Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni
Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað.

Taílendingar mega nú rækta og selja kannabis
Taílendingar mega nú rækta kannabis og selja afraksturinn eftir að ríkisstjórn landsins ákvað að fjarlægja efnið af lista yfir ólögleg fíkniefni.

Undraplantan kannabis
Í nokkur ár núna hef ég tekið inn svokallaða kannabínóða. Fyrir þau ykkar sem ekki vita hvað ég er að tala um þá ber að nefna kannabínóðana CBD og THC. Þessir tveir kannabínóðar eru þó bara 2 af þekktum 130 kannabínóðum sem finnast í undraplöntunni Cannabis sativa. Mig langar að skrifa hér nokkur orð um þetta ferli mitt og kannski útskýra aðeins hvað þessir kannabínóðar gera og afhverju þeir eru að virka svona vel við allskonar misalvarlegum kvillum.

Jakob Frímann biður þingheim að íhuga og opna dyr fyrir kannabisræktun
Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins steig í pontu á Alþingi í dag, í liðnum Störf þingsins, og hvatti þingheim að hugleiða af fordómaleysi möguleika sem felast í kannabisræktun.

Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“
Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða.

Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi
Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur.

Hafa sammælst um að lögleiða neyslu kannabis
Þýsku stjórnmálaflokkarnir þrír sem eiga nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sammælst um að lögleiða almenna kannabisneyslu í landinu. Hingað til hefur neysla kannabis í lækningaskyni einungis verið heimil

Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta
Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni.

Lúxemborg fyrst í Evrópu til að leyfa ræktun og neyslu kannabisefna
Íbúar í Lúxemborg mega eiga allt að fjórum kannabisplöntum til eigin nota samkvæmt nýjum lögum sem tilkynnt var um í dag og Guardian segir frá.

Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini
Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma).

Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna
Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi
Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“.

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun
Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi
Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun.