Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 23. október 2019 10:16 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður og lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon í dómsal í morgun. Fjöldi lögreglumanna lagði leið sína í Héraðsdóm Reykjavíkur til að sýna stuðning. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bjarni Ólafur Magnússon, lögreglumaðurinn sem í morgun var sýknaður af ákæru um brot í starfi, segir að hann myndi taka sömu ákvörðun og leiddi til ákærunnar, stæði hann frammi fyrir sömu aðstæðum í dag. Þetta sagði Bjarni Ólafur í samtali við fréttamann eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för ölvaðs ökumanns í maí í fyrra. Bjarni Ólafur segist vera feginn og þakklátur að fá loks þessa niðurstöðu. Hann segir dóminn mjög verðmætan ekki bara hann sjálfan, heldur lögregluna í heild. „Að það séu þá skýrar heimildir að beita valdi þegar þörf er á og þegar um kláran neyðarrétt er að ræða. Í tilfellum þar sem önnur úrræði eru ekki til staðar að okkur sé heimilt að beita einhverju sem er búið að beita í tugi ára og hefur aldrei farið í ákæruferli.“Þyrla Landhelgisgæslunnar við Árnes eftir að jeppinn lenti utan vegar.Vísir/Magnús HlynurKom á mjög óvart að ákæra barst Mikil fagnaðarlæti brutust út í dómsal í morgun eftir að dómur hafði verið kveðinn upp en fjölmennt lið lögreglumanna var þar mætt til að sýna Bjarna Ólafi stuðning. Ölvaði maðurinn hafði meðal annars þvingað lögreglubíl út af veginum og rak Bjarni Ólafur það fyrir dómi að sitt eina úrræði hafi verið að stöðva för mannsins með því að þvinga hann útaf veginum. Jeppi hins ölvaða valt og tók kollsteypu utan vegar eftir að lögreglumaðurinn ýtti í þrígang aftan á vinstra horn hans með lögreglubílnum. Hálsbrotnaði ökumaðurinn og hlaut skurð á höfði. Bjarni Ólafur segir að það hafi komið sér sjálfum og starfsstéttinni allri á óvart að ákæra hafi borist. „Formsins vegna er það eðlilegt að þetta fari til rannsóknar á sínum tíma hjá héraðssaksóknara. Allir löglærðir, lögreglumenn og aðrir sem ræddu við mig og ræddu þetta mál almennt voru þess hins vegar fullvissir að þetta færi ekki í ákæru. Þannig að þegar svo varð, varð ég alveg stúmm.“ Myndirðu taka sömu ákvörðun í dag?„Ég gæti ekki annað. Það er ekkert val um annað í þessari stöðu.“Ekkert annað í stöðunni Lögreglumaðurinn segir að málið hafi haft og muni hafa áhrif á störf lögreglunnar. „Já ég held að það komist ekki hjá því að gera það. Óvissan sem hefur ríkt núna þetta árið með heimildir lögreglu er mikil. Menn hafa mikið rætt þetta sín á milli og eins líka leiðbeinendur í lögregluskóla. Allir sem koma að þjálfun, sérsveitarmenn og allir lögreglumenn sem eru úti í feltinu – þetta skiptir þá alveg feikilegu máli. Að það sé eitthvað öryggi, einhver útgangspunktur sem hægt er að ganga út frá því ef að um kláran neyðarrétt er að ræða.Fjöldi lögreglubíla var lagt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/KjartanEins og í þessu tilfelli þar sem maður gengur berserksgang, er á upp undir þriggja tonna tæki, er ölvaður, er búið að vera ógnandi við konu og börn, er búinn að vaða á heimili sitt með gröfu, sinnir engum stöðvunarmerkjum, keyrir lögreglu út af, er að reyna að fá lögregluna aftan á sig með því að nauðhemla ítrekað, nánast búinn að valda árekstri ítrekað á þessari leið og framundan er svæði sem var markað einbreiðum brúm og mjög erfiðum aðstæðum. Þarna er komið á þann stað, og á þeim tíma sem ég tek þessa ákvörðun, þá var ekki val um neitt annað,“ segir Bjarni Ólafur.Einkennileg upplifun Bjarni Ólafur segist hafa starfað innan lögreglunnar í þrjátíu ár. Þetta hafi ekki verið léttvæg ákvörðun sem hafi verið tekin í einhverri skyndi. „Þetta er byggt á öllum þessum þáttum sem ég hef nefnt og þeim heimildum sem maður hefur í lögum, eins og um neyðarréttinn. Það er rosalega einkennileg upplifun að bíða í upp undir ár eftir niðurstöðu hvort þessi ákvörðun sem þarna er tekin, af okkur sameiginlega sem voru að stýra þessari vakt og okkur sem voru þarna á vettvangi, að þetta sé síðan sett inn í ákæru. […]Þetta hefur verið beitt, þessi ákeyrslusnúningur til stöðva ökutæki þegar um neyðarrétt er að ræða, og þegar allar aðrar leiðir eins og stöðvunarmerki með hljóðmerkjum og ljósum, ítrekað reynt að boxa hann inni. Þetta var það eina sem eftir var í stöðunni,“ segir Bjarni Ólafur. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Bjarni Ólafur Magnússon, lögreglumaðurinn sem í morgun var sýknaður af ákæru um brot í starfi, segir að hann myndi taka sömu ákvörðun og leiddi til ákærunnar, stæði hann frammi fyrir sömu aðstæðum í dag. Þetta sagði Bjarni Ólafur í samtali við fréttamann eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för ölvaðs ökumanns í maí í fyrra. Bjarni Ólafur segist vera feginn og þakklátur að fá loks þessa niðurstöðu. Hann segir dóminn mjög verðmætan ekki bara hann sjálfan, heldur lögregluna í heild. „Að það séu þá skýrar heimildir að beita valdi þegar þörf er á og þegar um kláran neyðarrétt er að ræða. Í tilfellum þar sem önnur úrræði eru ekki til staðar að okkur sé heimilt að beita einhverju sem er búið að beita í tugi ára og hefur aldrei farið í ákæruferli.“Þyrla Landhelgisgæslunnar við Árnes eftir að jeppinn lenti utan vegar.Vísir/Magnús HlynurKom á mjög óvart að ákæra barst Mikil fagnaðarlæti brutust út í dómsal í morgun eftir að dómur hafði verið kveðinn upp en fjölmennt lið lögreglumanna var þar mætt til að sýna Bjarna Ólafi stuðning. Ölvaði maðurinn hafði meðal annars þvingað lögreglubíl út af veginum og rak Bjarni Ólafur það fyrir dómi að sitt eina úrræði hafi verið að stöðva för mannsins með því að þvinga hann útaf veginum. Jeppi hins ölvaða valt og tók kollsteypu utan vegar eftir að lögreglumaðurinn ýtti í þrígang aftan á vinstra horn hans með lögreglubílnum. Hálsbrotnaði ökumaðurinn og hlaut skurð á höfði. Bjarni Ólafur segir að það hafi komið sér sjálfum og starfsstéttinni allri á óvart að ákæra hafi borist. „Formsins vegna er það eðlilegt að þetta fari til rannsóknar á sínum tíma hjá héraðssaksóknara. Allir löglærðir, lögreglumenn og aðrir sem ræddu við mig og ræddu þetta mál almennt voru þess hins vegar fullvissir að þetta færi ekki í ákæru. Þannig að þegar svo varð, varð ég alveg stúmm.“ Myndirðu taka sömu ákvörðun í dag?„Ég gæti ekki annað. Það er ekkert val um annað í þessari stöðu.“Ekkert annað í stöðunni Lögreglumaðurinn segir að málið hafi haft og muni hafa áhrif á störf lögreglunnar. „Já ég held að það komist ekki hjá því að gera það. Óvissan sem hefur ríkt núna þetta árið með heimildir lögreglu er mikil. Menn hafa mikið rætt þetta sín á milli og eins líka leiðbeinendur í lögregluskóla. Allir sem koma að þjálfun, sérsveitarmenn og allir lögreglumenn sem eru úti í feltinu – þetta skiptir þá alveg feikilegu máli. Að það sé eitthvað öryggi, einhver útgangspunktur sem hægt er að ganga út frá því ef að um kláran neyðarrétt er að ræða.Fjöldi lögreglubíla var lagt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/KjartanEins og í þessu tilfelli þar sem maður gengur berserksgang, er á upp undir þriggja tonna tæki, er ölvaður, er búið að vera ógnandi við konu og börn, er búinn að vaða á heimili sitt með gröfu, sinnir engum stöðvunarmerkjum, keyrir lögreglu út af, er að reyna að fá lögregluna aftan á sig með því að nauðhemla ítrekað, nánast búinn að valda árekstri ítrekað á þessari leið og framundan er svæði sem var markað einbreiðum brúm og mjög erfiðum aðstæðum. Þarna er komið á þann stað, og á þeim tíma sem ég tek þessa ákvörðun, þá var ekki val um neitt annað,“ segir Bjarni Ólafur.Einkennileg upplifun Bjarni Ólafur segist hafa starfað innan lögreglunnar í þrjátíu ár. Þetta hafi ekki verið léttvæg ákvörðun sem hafi verið tekin í einhverri skyndi. „Þetta er byggt á öllum þessum þáttum sem ég hef nefnt og þeim heimildum sem maður hefur í lögum, eins og um neyðarréttinn. Það er rosalega einkennileg upplifun að bíða í upp undir ár eftir niðurstöðu hvort þessi ákvörðun sem þarna er tekin, af okkur sameiginlega sem voru að stýra þessari vakt og okkur sem voru þarna á vettvangi, að þetta sé síðan sett inn í ákæru. […]Þetta hefur verið beitt, þessi ákeyrslusnúningur til stöðva ökutæki þegar um neyðarrétt er að ræða, og þegar allar aðrar leiðir eins og stöðvunarmerki með hljóðmerkjum og ljósum, ítrekað reynt að boxa hann inni. Þetta var það eina sem eftir var í stöðunni,“ segir Bjarni Ólafur.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15