Hefja samstarf við lyfjarisann Pfizer Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Sidekick. . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent