Segir enga sátt ríkja um frumvarp um þjóðarsjóð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 17:33 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að engin sátt ríki um frumvarp um þjóðarsjóð í ljósi þess að fjögur nefndarálit voru gefin út þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í vor. Vísir/Vilhelm Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira