Missti meirihluta en heldur völdum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 07:15 Justin Trudeau fagnar með eiginkonu sinni, Sophie Gregoire-Trudeau, í Montreal í gærkvöldi. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019 Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019
Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07
Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30