Missti meirihluta en heldur völdum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 07:15 Justin Trudeau fagnar með eiginkonu sinni, Sophie Gregoire-Trudeau, í Montreal í gærkvöldi. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019 Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019
Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07
Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30