Kenna Íslendingum að vera drepfyndnir Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. október 2019 06:30 York Underwood stendur nú fyrir námskeiðum í uppistandi á ensku ásamt Bjarna töframanni. fbl/valli The Secret Cellar er fyrsti og eini uppistandsklúbburinn á landinu. Nú hafa aðstandendur staðarins ákveðið að bjóða upp á sérstök námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á uppistandi og vill bæta sig.Vona að fleiri spreyti sig Uppselt er á fyrsta námskeiðið en boðið verður upp á annað í byrjun nóvember. Uppistand á ensku verður sífellt vinsælla hérlendis og skýrist það mögulega vegna aukins fjölda túrista. York Underwood heldur utan um dagskrá klúbbsins og er annar af kennurum námskeiðsins. Hann segist vonast til að námskeiðið verði til þess að fleiri reyni að spreyta sig í uppistandi. „Ég kenni námskeiðið með Bjarna töframanni Baldvinssyni. Námskeiðinu er ekki bara ætlað að kenna þátttakendum að vera fyndnari, heldur líka að auka sjálfsöryggi þeirra og hæfni til að koma fram opinberlega. Svo er líka alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Á fyrsta námskeiðinu er um helmingur þátttakenda Íslendingar og helmingur innflytjendur. Meira en helmingur er kvenkyns sem kemur ekki á óvart. Karlmenn halda að þeir viti og kunni allt nú þegar,“ segir York glettinn. Hann segir ljóst á þátttakendum að þeir séu ekki allir endilega í þeim erindagjörðum að ætla bæta sig í gríninu og hefja feril í uppistandi. „Mér finnst flestir vera þarna til að bæta sig í framkomu og skora á sjálfa sig. Það var ekki það sem ég bjóst endilega við en mér finnst samt vænt um það. Ég sjálfur hef aldrei notað grín sem einhverja sáluhjálp. Ég hef ekki þurft þess, líf mitt hefur verið svo einfalt og viðburðalaust. Aldrei neitt vesen. Þegar ég hugsa út í það held ég að ég hafi ekki átt einn slæman dag yfir ævina. En að öllu gríni slepptu þá hef ég samt gaman af því að hjálpa fólki að horfast í augu við ótta sinn við að koma fram opinberlega.“ Öryggið á sviðinu eykst Uppistand er fyrst og fremst fólgið í því að vera fær í að skrifa grín og skila því svo frá sér á skemmtilegan hátt. „Ég vil ekki gefa upp of mikið. Í tímunum skoðum við ýmis málefni, en reynum að forðast persónulegar sögur og svokallaðan „sjokk“-húmor, sem snýst bara um að ganga fram af áhorfandanum. Svo reynum við að fá þau á sviðið eins oft og hægt er. Eftir tímana er svo „open mic“, þar sem öllum er leyfilegt að prófa efni sitt fyrir framan áhorfendur. Við hvetjum nemendurna til að stíga á svið og æfa sig. Það er magnað að sjá öryggi fólks á sviði aukast bara við það að læra betur hvernig skal tala í og halda á hljóðnemanum. Þetta er stundum líkara iðn en list,“ segir York. York er fæddur og uppalinn í Saskatchewan í Kanada. Hann fluttist til landsins fyrir fjórum árum.En hvað finnst þér um íslenska húmorinn, eru Íslendingar fyndnir? „Þið verðið smá að vera það. Þetta er lítið samfélag. Hér er kalt og mikið myrkur. Íslendingar nota mest af þunglyndislyfjum á alheimsvísu og allir tala sama leynilega tungumálið. Svo virðist skorta þjónustulundina og kurteisina í genin hjá sumum. Í landi þar sem efnahagurinn treystir svona mikið á túrisma er það mjög fyndin blanda, grínið skrifar sig nánast sjálft!“En hvernig standa Íslendingarnir sig í að grínast á ensku? „Vel, algjörlega, þó þetta sé stundum mikil áskorun og erfitt. Hingað til hefur fólk komist upp með að taka bara brandara frá erlendum uppistöndurum, þýða þá og láta eins og þeir væru þeirra eigin. Það er alltaf smá fyndið þegar Íslendingar neyðast til að vera ekki latir, eða það er í það minnsta áhugavert.“ Hægt er að skrá þátttöku sína í næsta námskeið með því að senda póst á tölvupóstfangið york@thesecretcellar.is. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
The Secret Cellar er fyrsti og eini uppistandsklúbburinn á landinu. Nú hafa aðstandendur staðarins ákveðið að bjóða upp á sérstök námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á uppistandi og vill bæta sig.Vona að fleiri spreyti sig Uppselt er á fyrsta námskeiðið en boðið verður upp á annað í byrjun nóvember. Uppistand á ensku verður sífellt vinsælla hérlendis og skýrist það mögulega vegna aukins fjölda túrista. York Underwood heldur utan um dagskrá klúbbsins og er annar af kennurum námskeiðsins. Hann segist vonast til að námskeiðið verði til þess að fleiri reyni að spreyta sig í uppistandi. „Ég kenni námskeiðið með Bjarna töframanni Baldvinssyni. Námskeiðinu er ekki bara ætlað að kenna þátttakendum að vera fyndnari, heldur líka að auka sjálfsöryggi þeirra og hæfni til að koma fram opinberlega. Svo er líka alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Á fyrsta námskeiðinu er um helmingur þátttakenda Íslendingar og helmingur innflytjendur. Meira en helmingur er kvenkyns sem kemur ekki á óvart. Karlmenn halda að þeir viti og kunni allt nú þegar,“ segir York glettinn. Hann segir ljóst á þátttakendum að þeir séu ekki allir endilega í þeim erindagjörðum að ætla bæta sig í gríninu og hefja feril í uppistandi. „Mér finnst flestir vera þarna til að bæta sig í framkomu og skora á sjálfa sig. Það var ekki það sem ég bjóst endilega við en mér finnst samt vænt um það. Ég sjálfur hef aldrei notað grín sem einhverja sáluhjálp. Ég hef ekki þurft þess, líf mitt hefur verið svo einfalt og viðburðalaust. Aldrei neitt vesen. Þegar ég hugsa út í það held ég að ég hafi ekki átt einn slæman dag yfir ævina. En að öllu gríni slepptu þá hef ég samt gaman af því að hjálpa fólki að horfast í augu við ótta sinn við að koma fram opinberlega.“ Öryggið á sviðinu eykst Uppistand er fyrst og fremst fólgið í því að vera fær í að skrifa grín og skila því svo frá sér á skemmtilegan hátt. „Ég vil ekki gefa upp of mikið. Í tímunum skoðum við ýmis málefni, en reynum að forðast persónulegar sögur og svokallaðan „sjokk“-húmor, sem snýst bara um að ganga fram af áhorfandanum. Svo reynum við að fá þau á sviðið eins oft og hægt er. Eftir tímana er svo „open mic“, þar sem öllum er leyfilegt að prófa efni sitt fyrir framan áhorfendur. Við hvetjum nemendurna til að stíga á svið og æfa sig. Það er magnað að sjá öryggi fólks á sviði aukast bara við það að læra betur hvernig skal tala í og halda á hljóðnemanum. Þetta er stundum líkara iðn en list,“ segir York. York er fæddur og uppalinn í Saskatchewan í Kanada. Hann fluttist til landsins fyrir fjórum árum.En hvað finnst þér um íslenska húmorinn, eru Íslendingar fyndnir? „Þið verðið smá að vera það. Þetta er lítið samfélag. Hér er kalt og mikið myrkur. Íslendingar nota mest af þunglyndislyfjum á alheimsvísu og allir tala sama leynilega tungumálið. Svo virðist skorta þjónustulundina og kurteisina í genin hjá sumum. Í landi þar sem efnahagurinn treystir svona mikið á túrisma er það mjög fyndin blanda, grínið skrifar sig nánast sjálft!“En hvernig standa Íslendingarnir sig í að grínast á ensku? „Vel, algjörlega, þó þetta sé stundum mikil áskorun og erfitt. Hingað til hefur fólk komist upp með að taka bara brandara frá erlendum uppistöndurum, þýða þá og láta eins og þeir væru þeirra eigin. Það er alltaf smá fyndið þegar Íslendingar neyðast til að vera ekki latir, eða það er í það minnsta áhugavert.“ Hægt er að skrá þátttöku sína í næsta námskeið með því að senda póst á tölvupóstfangið york@thesecretcellar.is.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira