„Nú eigum við að flýta okkur hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 23:30 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira