Fjölga fyrsta árs nemum við læknadeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2019 10:51 Nemendurnir fimm hefja nám við læknadeild Háskóla Íslands á mánudag, þremur vikum á eftir samnemendum sínum á fyrsta ári. Vísir/vilhelm Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00
Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30
Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01