Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 14:44 Þórunn Kristín hittir kólumbíska móður sína í fyrsta skipti. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira