Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þetta Árni Jóhannsson skrifar 31. október 2019 21:27 Matthías í KR-búningnum. vísir/bára Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00