Lögreglumaðurinn fletti fjórtán sinnum upp máli sonar síns í LÖKE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 09:15 Lögreglumaðurinn starfar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa annars vegar reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir ofan hraðan akstur en hins vegar fyrir að hafa ítrekað flett upp máli sonar síns. Lögreglumaðurinn er tæplega sextugur en sonur hans rúmlega tvítugur. Lögreglumaðurinn fletti upp máli sonar síns í upplýsingakerfi lögreglu, LÖKE, alls átta sinnum þann 23. maí, þrisvar sinnum þann 11. júní og svo þrisvar til viðbótar aðra daga í kring. Uppflettingarnar tengdust á engan hátt starfi hans sem lögreglumanns og voru afleiðingarnar þær að hallaði á réttindi hins opinbera í málinu, segir í ákærunni. Brot lögreglumannsins varða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglumaður var fyrir tæpum fjórum árum ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna í LÖKE án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var síðar felldur niður þar sem ekki taldist sannað að uppflettingarnar hefðu ekki tengst starfi hans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær.Fréttin var uppfærð en áður sagði að lögregumaðurinn hefði tólf sinnum flett nafninu upp. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa annars vegar reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir ofan hraðan akstur en hins vegar fyrir að hafa ítrekað flett upp máli sonar síns. Lögreglumaðurinn er tæplega sextugur en sonur hans rúmlega tvítugur. Lögreglumaðurinn fletti upp máli sonar síns í upplýsingakerfi lögreglu, LÖKE, alls átta sinnum þann 23. maí, þrisvar sinnum þann 11. júní og svo þrisvar til viðbótar aðra daga í kring. Uppflettingarnar tengdust á engan hátt starfi hans sem lögreglumanns og voru afleiðingarnar þær að hallaði á réttindi hins opinbera í málinu, segir í ákærunni. Brot lögreglumannsins varða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglumaður var fyrir tæpum fjórum árum ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna í LÖKE án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var síðar felldur niður þar sem ekki taldist sannað að uppflettingarnar hefðu ekki tengst starfi hans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær.Fréttin var uppfærð en áður sagði að lögregumaðurinn hefði tólf sinnum flett nafninu upp.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30