„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 14:38 Atli Rafn ásamt lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54