Gefur gömlum skartgripum nýtt líf Hrund Þórsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:00 Kolbrún segir augljóst að fólki sé orðið umhugað um endurnýtingu. Endurvinnsla og endurnýting er mörgum hugleikin um þessar mundir. Flestu má gefa framhaldslíf og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir tekur við skartgripum sem liggja ónotaðir og býr til nýja úr þeim. Þegar Kolbrún var að ljúka námi í Barcelona árið 2012 hannaði hún fatalínu úr notuðum húsgögnum og þá kviknaði sú hugmynd að endurnýta líka gamalt skart. „Þetta gengur aðallega út á endurvinnslu, að nýta það sem fólk geymir í skúffunum sínum og skapa eitthvað nýtt, úr gömlu,“ segir Kolbrún. Hún finnur vel hvað umverfisvernd og endurnýting eru ofarlega í huga fólks í dag en þannig var það ekki þegar hún byrjaði á verkefninu. Raunar gafst hún upp og lagði það til hliðar í fimm ár, frá 2014 til 2019. „En í dag er þetta frábært, það eru allir mjög viljugir að gefa mér skart,“ segir hún. Margir hlutanna sem rata til Kolbrúnar eiga sér sögu. „Stundum á fólk skart sem það hefur tilfinningar til en veit samt ekki hvað það á að gera við. Þá kemur það með skartið til mín og fær nýjan grip úr því sem þvíþykir vænt um.“ Kolbrún tekur glöð við hvers kyns skarti. „Það sem ég get ekki nýtt gef ég áfram, til dæmis í Ás vinnustofu og allt sem mér finnst fallegt en ég get ekki notað til endursölu, það ætla ég að nýta í sýningu sem ég er að undirbúa. Vonandi verður hún tilbúin á Hönnunarmars,“ segir Kolbrún að lokum. Skart Kolbrúnar er selt á síðu hennar kolbrun.net og í Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði. Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Endurvinnsla og endurnýting er mörgum hugleikin um þessar mundir. Flestu má gefa framhaldslíf og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir tekur við skartgripum sem liggja ónotaðir og býr til nýja úr þeim. Þegar Kolbrún var að ljúka námi í Barcelona árið 2012 hannaði hún fatalínu úr notuðum húsgögnum og þá kviknaði sú hugmynd að endurnýta líka gamalt skart. „Þetta gengur aðallega út á endurvinnslu, að nýta það sem fólk geymir í skúffunum sínum og skapa eitthvað nýtt, úr gömlu,“ segir Kolbrún. Hún finnur vel hvað umverfisvernd og endurnýting eru ofarlega í huga fólks í dag en þannig var það ekki þegar hún byrjaði á verkefninu. Raunar gafst hún upp og lagði það til hliðar í fimm ár, frá 2014 til 2019. „En í dag er þetta frábært, það eru allir mjög viljugir að gefa mér skart,“ segir hún. Margir hlutanna sem rata til Kolbrúnar eiga sér sögu. „Stundum á fólk skart sem það hefur tilfinningar til en veit samt ekki hvað það á að gera við. Þá kemur það með skartið til mín og fær nýjan grip úr því sem þvíþykir vænt um.“ Kolbrún tekur glöð við hvers kyns skarti. „Það sem ég get ekki nýtt gef ég áfram, til dæmis í Ás vinnustofu og allt sem mér finnst fallegt en ég get ekki notað til endursölu, það ætla ég að nýta í sýningu sem ég er að undirbúa. Vonandi verður hún tilbúin á Hönnunarmars,“ segir Kolbrún að lokum. Skart Kolbrúnar er selt á síðu hennar kolbrun.net og í Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði.
Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira