Heyrir til undantekninga að konur hér á landi gangi með börn lengur en í 42 vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2019 08:30 Anna Sigríður Vernharðsdóttir segir algengast að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. vísir Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Sjá meira
Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Sjá meira
Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30