Heyrir til undantekninga að konur hér á landi gangi með börn lengur en í 42 vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2019 08:30 Anna Sigríður Vernharðsdóttir segir algengast að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. vísir Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30