Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 13:50 Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur, LR, til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur. Fréttablaðið greindi fyrst frá. LR skoðar nú hvort að dómnum verði áfrýjað, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn félagsins. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnar sinnar úr Borgarleikhúsinu í desember 2017, sem hann taldi ólögmæta. Hann fór fram á 13 milljónir í bætur, þ.e. tíu milljónir í skaðabætur og þrjár í miskabætur. Kristín og LR voru í héraðsdómi í dag dæmd sameiginlega til að greiða Atla 1,5 milljónir í miskabætur og fjórar milljónir í skaðabætur, samtals 5,5 milljónir, auk einnar milljónar í málskostnað. Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.Leikhússtjóri tilkynnti Atla Rafni um uppsögn hans á grundvelli tilkynninga um meinta kynferðislega áreitni hans. Þá voru tvær vikur í frumsýningu á verkinu Medeu þar sem Atli Rafn átti að fara með stórt hlutverk. Frumsýningunni var frestað eftir að honum var sagt upp.Kristín Eysteinsdóttir sagði að sér hefði borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis.Vísir/EgillÁsakanirnar voru upphaflega fjórar en urðu síðar sex. Að minnsta kosti ein þeirra varðaði hegðun Atla Rafns á meðan hann vann fyrir Borgarleikhúsið. Atli Rafn er leikari hjá Þjóðleikhúsinu en var á ársláni til Borgarleikhússins þegar ásakanirnar komu fram. Hann starfar enn fyrir Þjóðleikhúsið.Sjá einnig: Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun þessa mánaðar. Þar lagði Atli Rafn áherslu á að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig hann eigi að hafa brotið af sér og að uppsögnin á grundvelli ásakananna hafi haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og faglega. Kristín sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hefði verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu. Þá var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Atli Rafn hefði stefnt Persónuvernd og gert þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. Hann kvartaði til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartananna gagnvart honum. Í niðurstöðu dómsins segir að Kristínu hafi mátt vera ljóst að orðspor og heiður Atla Rafns væri að veði þegar honum var sagt upp störfum.Fréttin hefur verið uppfærð. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra fyrir ólögmæta uppsögn. 29. september 2019 12:30 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur, LR, til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur. Fréttablaðið greindi fyrst frá. LR skoðar nú hvort að dómnum verði áfrýjað, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn félagsins. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnar sinnar úr Borgarleikhúsinu í desember 2017, sem hann taldi ólögmæta. Hann fór fram á 13 milljónir í bætur, þ.e. tíu milljónir í skaðabætur og þrjár í miskabætur. Kristín og LR voru í héraðsdómi í dag dæmd sameiginlega til að greiða Atla 1,5 milljónir í miskabætur og fjórar milljónir í skaðabætur, samtals 5,5 milljónir, auk einnar milljónar í málskostnað. Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.Leikhússtjóri tilkynnti Atla Rafni um uppsögn hans á grundvelli tilkynninga um meinta kynferðislega áreitni hans. Þá voru tvær vikur í frumsýningu á verkinu Medeu þar sem Atli Rafn átti að fara með stórt hlutverk. Frumsýningunni var frestað eftir að honum var sagt upp.Kristín Eysteinsdóttir sagði að sér hefði borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis.Vísir/EgillÁsakanirnar voru upphaflega fjórar en urðu síðar sex. Að minnsta kosti ein þeirra varðaði hegðun Atla Rafns á meðan hann vann fyrir Borgarleikhúsið. Atli Rafn er leikari hjá Þjóðleikhúsinu en var á ársláni til Borgarleikhússins þegar ásakanirnar komu fram. Hann starfar enn fyrir Þjóðleikhúsið.Sjá einnig: Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun þessa mánaðar. Þar lagði Atli Rafn áherslu á að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig hann eigi að hafa brotið af sér og að uppsögnin á grundvelli ásakananna hafi haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og faglega. Kristín sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hefði verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu. Þá var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Atli Rafn hefði stefnt Persónuvernd og gert þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. Hann kvartaði til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartananna gagnvart honum. Í niðurstöðu dómsins segir að Kristínu hafi mátt vera ljóst að orðspor og heiður Atla Rafns væri að veði þegar honum var sagt upp störfum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra fyrir ólögmæta uppsögn. 29. september 2019 12:30 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00
Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra fyrir ólögmæta uppsögn. 29. september 2019 12:30
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54