„Trufluðu“ Haka-dansinn fyrir leik og fengu sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:00 Haka-dansinn í fullum gangi. Getty/Dan Mullan Rúgbý er ein af örfáum íþróttagreinum í heiminum þar sem eitt landsliðanna býður upp á dans eða í raun hálfgerðan gjörning rétt fyrir leik. Mótherjarnir verða líka að passa sig á meðan dansinn stendur yfir. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á HM í rúgbý með sigri á Nýsjálendingum í undanúrslitaleiknum og mæta Suður-Afríku í leiknum um gullið. England fined for V-shaped formation facing New Zealand’s haka https://t.co/UrLlNp5CcM — The Guardian (@guardian) October 29, 2019 Nýsjálendingar buðu upp á Haka-dansinn sinn fyrir leik eins og venjan er. Ensku landsliðsmennirnir voru hins vegar ekki alveg með reglurnar á hreinu. Þeir urðu að halda sér inn á sínum vallarhelmingi á meðan á Haka-dansinum stóð. Dómarinn leiksins þurfti að fá fjölmarga leikmenn enska liðsins til að baka..@EnglandRugby's incredible response to an intense @AllBlacks Haka#ENGvNZL#RWC2019#WebbEllisCuppic.twitter.com/pXOw7v01df — Rugby World Cup (@rugbyworldcup) October 26, 2019 Ensku landsliðsmennirnir stigu fram á móti Nýsjálendingunum eins og þeir væru að svara áskoruninni sem felst í umræddum Haka-dansi fyrir leik. Það var ekki ólöglegt hjá þeim að stíga fram en þeir máttu bara ekki stíga inn á vallarhelming Nýja-Sjálands. Hvort sem að þetta „útspil“ Englendinga hafi tekið Nýsjálendingana úr jafnvægi eða ekki þá vann enska liðið undanúrslitaleikinn 19-7.I N T E N S E#ENGvNZL#RWC2019#WebbEllisCuppic.twitter.com/UjMhE8N210 — Rugby World Cup (@rugbyworldcup) October 26, 2019 Enska sambandið slapp aftur á móti ekki við sekt heldur voru Englendingar sektaðir um tvö þúsund pund, meira en 320 þúsund íslenskar krónur, fyrir að virða ekki sín mörk á meðan Haka-dansinum stóð. Úrslitaleikur Englendinga og Suður-Afríkumanna fer fram á laugardaginn en HM fer fram í Japan að þessu sinni.“I genuinely loved the English boys when New Zealand did the haka.” “They should pay the fine with a smile. It was magnificent!” “It was sporting psychology at its very, very ultimate best!” Ally McCoist lauds England’s haka response despite being fined for it! pic.twitter.com/fDeesGb2R0 — talkSPORT (@talkSPORT) October 30, 2019 Nýja-Sjáland Rugby Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Rúgbý er ein af örfáum íþróttagreinum í heiminum þar sem eitt landsliðanna býður upp á dans eða í raun hálfgerðan gjörning rétt fyrir leik. Mótherjarnir verða líka að passa sig á meðan dansinn stendur yfir. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á HM í rúgbý með sigri á Nýsjálendingum í undanúrslitaleiknum og mæta Suður-Afríku í leiknum um gullið. England fined for V-shaped formation facing New Zealand’s haka https://t.co/UrLlNp5CcM — The Guardian (@guardian) October 29, 2019 Nýsjálendingar buðu upp á Haka-dansinn sinn fyrir leik eins og venjan er. Ensku landsliðsmennirnir voru hins vegar ekki alveg með reglurnar á hreinu. Þeir urðu að halda sér inn á sínum vallarhelmingi á meðan á Haka-dansinum stóð. Dómarinn leiksins þurfti að fá fjölmarga leikmenn enska liðsins til að baka..@EnglandRugby's incredible response to an intense @AllBlacks Haka#ENGvNZL#RWC2019#WebbEllisCuppic.twitter.com/pXOw7v01df — Rugby World Cup (@rugbyworldcup) October 26, 2019 Ensku landsliðsmennirnir stigu fram á móti Nýsjálendingunum eins og þeir væru að svara áskoruninni sem felst í umræddum Haka-dansi fyrir leik. Það var ekki ólöglegt hjá þeim að stíga fram en þeir máttu bara ekki stíga inn á vallarhelming Nýja-Sjálands. Hvort sem að þetta „útspil“ Englendinga hafi tekið Nýsjálendingana úr jafnvægi eða ekki þá vann enska liðið undanúrslitaleikinn 19-7.I N T E N S E#ENGvNZL#RWC2019#WebbEllisCuppic.twitter.com/UjMhE8N210 — Rugby World Cup (@rugbyworldcup) October 26, 2019 Enska sambandið slapp aftur á móti ekki við sekt heldur voru Englendingar sektaðir um tvö þúsund pund, meira en 320 þúsund íslenskar krónur, fyrir að virða ekki sín mörk á meðan Haka-dansinum stóð. Úrslitaleikur Englendinga og Suður-Afríkumanna fer fram á laugardaginn en HM fer fram í Japan að þessu sinni.“I genuinely loved the English boys when New Zealand did the haka.” “They should pay the fine with a smile. It was magnificent!” “It was sporting psychology at its very, very ultimate best!” Ally McCoist lauds England’s haka response despite being fined for it! pic.twitter.com/fDeesGb2R0 — talkSPORT (@talkSPORT) October 30, 2019
Nýja-Sjáland Rugby Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira