Reyna að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist af í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2019 14:15 Frá Grímseyjarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“ Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“
Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17
Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15