Burknagata opnuð fyrir umferð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2019 23:00 Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Vísir Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar. Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar.
Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira