Tveir fimmtán ára drengir á meðal hinna látnu í gámnum Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:32 Málið hefur vakið mikinn óhug um allan heim. Vísir/Getty Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30
Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33
Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35