Fyrsta skóflustungan af nýju húsnæði í Búðardal í hart nær áratug Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. nóvember 2019 19:00 Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Aðsend Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð um lengri tíma að því segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þeir Ásmundur og Kristján tóku fyrstu skóflustunguna að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum en nánast ekkert hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í Búðardal í hartnær áratug. Þrjár þeirra tengjast landsbyggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni í Dalakoti í Búðardal. Við sama tækifæri kynnti Ásmundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. „Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mikið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. Dalabyggð Húsnæðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð um lengri tíma að því segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þeir Ásmundur og Kristján tóku fyrstu skóflustunguna að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum en nánast ekkert hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í Búðardal í hartnær áratug. Þrjár þeirra tengjast landsbyggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni í Dalakoti í Búðardal. Við sama tækifæri kynnti Ásmundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. „Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mikið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis.
Dalabyggð Húsnæðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira