Umfjöllun og viðtöl: KR 70-60 Haukar | KR styrkti stöðu sína Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. nóvember 2019 19:45 Ástrós Lena Ægisdóttir. vísir/bára KR vann Hauka í sjöundu umferð Dominosdeildar kvenna í DHL-höllinni í kvöld, 70-60. Leikurinn var ágætur framan af og nokkuð jafn, en KR-ingar skildu Hauka eftir í miðjum öðrum leikhlutanum og leiddu það sem eftir lifði leiksins. Fyrir leikinn höfðu Haukar ekki bætt við sig nýjum bandarískum leikmanni og þar að auki hafði Auður Íris Ólafsdóttir ákveðið að leggja skónna á hilluna. Þær voru því heldur þunnskipaðar gegn sterku KR-liði sem vantaði enga leikmenn. Það var hins vegar lítil pressa á þeim að vinna leikinn sem að þær gátu kannski notað til að stela leiknum. Haukar byrjuðu leikinn betur og voru komnir með sjö stiga forystu í miðjum fyrsta leikhlutanum gegn KR-liði sem virtist hafa vanmetið kraft gestaliðsins. Benni Gumm sá sig tilneyddan að taka leikhlé strax á sjöundu mínútu og ræða við heimaliðið sitt. Það hafði til ætluð áhrif vegna þess að KR fór að spila betur eftir það og voru aðeins einni körfu frá Haukum eftir fyrstu tíu mínúturnar, 18-20. KR tók öll völd í öðrum fjórðungnum og þrátt fyrir leikhlé hjá Ólöfu Helgu, þjálfara Hauka, þá vænkaðist hagur Haukastúlkna lítið sem ekkert. Þær voru takmarkaðar sóknarlega af sterkri vörn KR og áttu erfitt með að hægja á sóknarleik heimaliðsins sömuleiðis. Haukar skoruðu því aðeins níu stig gegn 20 stigum KR fyrir hálfleikshléið og staðan orðin 38-29. Í seinni hálfleik reyndu gestirnir úr Hafnarfirði að hrista aðeins upp í leiknum með nýjum varnarafbrigðum en það dugði því miður skammt og KR-ingum héldu áfram að rúlla. Haukar gátu skorað í þriðja leikhlutanum en KR skoraði meira og jók því muninn fyrir lokafjórðunginn. Seinasti leikhlutinn var heldur óspennandi fyrir utan lítið áhlaup sem Haukar tóku á lokasprettinum til að koma muninum í tíu stig. Því fór að KR hafði betur gegn Haukum eins og áður sagði, 70-60.Af hverju vann KR? KR hafði fleiri vopn en Haukar og nýttu þau vel.Bestu leikmenn vallarins Dani Rodriguez fór fyrir KR-ingum í þessum leik og var ekki langt frá því að næla sér í þrefalda tvennu. Hún skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Aðrar góðar voru Hildur Björg Kjartansdóttir með 22 stig og sjö fráköst og Sanja Orazovic með 15 stig og sjö fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt stigahæst með 18 stig. Eva Margrét, sem er nýkomin til baka, var einu frákasti frá því að ná tvöfaldri tvennu, en hún skoraði tíu stig og tók níu fráköst.Tölfræði sem vakti athygli KR-ingar skoruðu 12 stig úr hraðaupphlaupum gegn aðeins tveimur slíkum stigum frá Haukum. Það ásamt fráköstunum skildi á milli liðanna, en KR tók 52 fráköst í leiknum gegn aðeins 29 hjá Haukum.Hvað gekk illa? Haukar hittu frekar illa úr skotunum sínum í dag og virtust ekki vera að spila eins vel saman og þær gætu á köflum, enda sást pirringur hjá sumum leikmönnum bæði gagnvart sterkri vörn KR og dómurunum sem leyfðu heldur fastan leik beggja megin.Hvað næst? Þá eru bæði lið komin í landsleikjahlé! Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, mun hefja landsliðsverkefnið með hópnum sem að hann valdi fyrir skemmstu. Eftir hléinu lýkur mun KR heimsækja Keflavík laugardaginn 23. nóvember og daginn eftir taka Haukar á móti Skallagrím í Ólafshúsi að Ásvöllum. Benedikt: Fengum nóg í dagBenedikt Guðmundssonvísir/skjáskotBenedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var sáttur með sigurinn í kvöld gegn Haukum og var ekki mikið að stressa sig á stigaskorinu. KR leiddi mest með 18 stigum en unnu að lokum með tíu stigum, 70-60. „Já, ég er bara sáttur með að vinna, vorum með góða forystu og svo datt þetta aðeins niður í fjórða leikhlutanum,“ sagði Benni um lokafjórðunginn sem tapaðist með fjórum stigum. „Náðum ekki alveg að halda sama dampi, en svona er þetta. Maður fær ekki allt sem maður vill stundum en við fengum nóg í dag.“ Fyrir utan það að þjálfa KR er Benni Gumm líka þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Dominosdeild kvenna er nú komin í stutta pásu en Benni er farinn í spennandi landsliðsverkefni strax á morgun. „Æfing á morgun, þær verða allar vonandi fljótar að ná sér. Höfum lítinn tíma, en ég náði að spara Hildi Björgu aðeins, reyndi að spila henni eins lítið og ég komst upp með í leiknum í dag,“ sagði hann um stóran póst innan landsliðsins, hana Hildi Björgu Kjartansdóttur. Hún og fleiri leikmenn munu þurfa að taka á honum stóra sínum til að sækja sigra gegn sterkum liðum Búlgaríu og Grikklands. Leikurinn við Búlgaríu verður næsta fimmtudag (14. nóvember) í Laugardalshöllinni kl.20:00 og Benna hlakkar til. „Já, þetta verður spennandi. Hörkuleikur við Búlgari og strax morguninn eftir ferð út til að spila gegn Grikklandi,“ segir hann og hljómar spenntur fyrir komandi átök. Lovísa Björt: Svolítið erfitt í dagvísir/skjáskotHaukar áttu í mesta basli með að skora á köflum og hittu ekki nema úr þriðjungi skota sinna utan af velli. Það skilaði sér í tíu stiga tapi, 70-60 fyrir KR. „Já, við áttum ekki létt með að skora í dag, þær eru frábærir sóknarmenn og varnarmenn. Meðan við vorum ekki að hitta úr skotunum okkar þá vorum við að reyna pakka inn í teig. Svolítið erfitt í dag,“ sagði Lovísa Björt um slaka skotnýtingu liðsins. Lovísa mætti Hildi Björgu Kjartansdóttur og Unni Töru Jónsdóttur inni í teig og þær börðust allan leikinn gegn hver annarri. „KR er hörkulið en þetta var mjög erfitt inn í teig. Þær eru fastar fyrir og það var kannski verið að leyfa dálítið mikið inni í teig á báða vegu. Bæði lið fengu að sleppa með meira en góðu hófi gegndi,“ sagði Lovísa um leikinn. Nú þegar Dominosdeildin kvenna er komin í landsleikjapásu fer Lovísa Björt strax í næsta verkefni; að undirbúa sig fyrir komandi átök gegn Búlgaríu og Grikklandi. Þar mun hún aftur takast á við Hildi Björgu en þá sem liðsfélagar á landsliðsæfingum. Hún bendir hins vegar á að hún hefur ekki enn verið valin í lokahópinn. „Ég er ekki komin í hópinn ennþá, var valin í 16 manna æfingahópinn. Ég er samt mjög spennt. Kannski meira stressandi að hitta Benna á morgun en Hildi Björgu,“ segir Lovísa, en Benedikt Guðmundsson mun einmitt hafa úr vöndu að ráða með valið á leikmönnum í leikina tvo. „Við sjáum í deildinni í dag að við erum með hörku góða íslenska leikmenn. Ég er bara spennt að hitta þær allar á morgun og fara að æfa.“ Þrátt fyrir að vera hörku leikmaður er þetta í fyrsta sinn sem Lovísa Björt er í æfingahóp landsliðsins. „Ég er nýliði þar sem ég hef ekki gefið kost á mér seinustu fimm ár þar sem ég bjó erlendis,“ segir hún og vísar þar til háskólaáranna sinna í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði fyrir Marist í háskólaboltanum. Íslenska kvennalandsliðið er að fara spila næsta fimmtudag (14. nóvember) kl.20:00 gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni og Domino‘s Pizza mun bjóða öllum frítt á leikinn. Lovísa Björt hvetur alla til að mæta og gengur næstum því svo langt að krefjast þess. „Það er eins gott að við stelpurnar sjáum allt körfuboltafólk á vellinum á fimmtudaginn. Ísland á móti Búlgaríu, getur ekki fengið meira spennandi leik og ég vona að Höllin fyllist og að það verði geggjuð stemming.“ Dominos-deild kvenna
KR vann Hauka í sjöundu umferð Dominosdeildar kvenna í DHL-höllinni í kvöld, 70-60. Leikurinn var ágætur framan af og nokkuð jafn, en KR-ingar skildu Hauka eftir í miðjum öðrum leikhlutanum og leiddu það sem eftir lifði leiksins. Fyrir leikinn höfðu Haukar ekki bætt við sig nýjum bandarískum leikmanni og þar að auki hafði Auður Íris Ólafsdóttir ákveðið að leggja skónna á hilluna. Þær voru því heldur þunnskipaðar gegn sterku KR-liði sem vantaði enga leikmenn. Það var hins vegar lítil pressa á þeim að vinna leikinn sem að þær gátu kannski notað til að stela leiknum. Haukar byrjuðu leikinn betur og voru komnir með sjö stiga forystu í miðjum fyrsta leikhlutanum gegn KR-liði sem virtist hafa vanmetið kraft gestaliðsins. Benni Gumm sá sig tilneyddan að taka leikhlé strax á sjöundu mínútu og ræða við heimaliðið sitt. Það hafði til ætluð áhrif vegna þess að KR fór að spila betur eftir það og voru aðeins einni körfu frá Haukum eftir fyrstu tíu mínúturnar, 18-20. KR tók öll völd í öðrum fjórðungnum og þrátt fyrir leikhlé hjá Ólöfu Helgu, þjálfara Hauka, þá vænkaðist hagur Haukastúlkna lítið sem ekkert. Þær voru takmarkaðar sóknarlega af sterkri vörn KR og áttu erfitt með að hægja á sóknarleik heimaliðsins sömuleiðis. Haukar skoruðu því aðeins níu stig gegn 20 stigum KR fyrir hálfleikshléið og staðan orðin 38-29. Í seinni hálfleik reyndu gestirnir úr Hafnarfirði að hrista aðeins upp í leiknum með nýjum varnarafbrigðum en það dugði því miður skammt og KR-ingum héldu áfram að rúlla. Haukar gátu skorað í þriðja leikhlutanum en KR skoraði meira og jók því muninn fyrir lokafjórðunginn. Seinasti leikhlutinn var heldur óspennandi fyrir utan lítið áhlaup sem Haukar tóku á lokasprettinum til að koma muninum í tíu stig. Því fór að KR hafði betur gegn Haukum eins og áður sagði, 70-60.Af hverju vann KR? KR hafði fleiri vopn en Haukar og nýttu þau vel.Bestu leikmenn vallarins Dani Rodriguez fór fyrir KR-ingum í þessum leik og var ekki langt frá því að næla sér í þrefalda tvennu. Hún skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Aðrar góðar voru Hildur Björg Kjartansdóttir með 22 stig og sjö fráköst og Sanja Orazovic með 15 stig og sjö fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt stigahæst með 18 stig. Eva Margrét, sem er nýkomin til baka, var einu frákasti frá því að ná tvöfaldri tvennu, en hún skoraði tíu stig og tók níu fráköst.Tölfræði sem vakti athygli KR-ingar skoruðu 12 stig úr hraðaupphlaupum gegn aðeins tveimur slíkum stigum frá Haukum. Það ásamt fráköstunum skildi á milli liðanna, en KR tók 52 fráköst í leiknum gegn aðeins 29 hjá Haukum.Hvað gekk illa? Haukar hittu frekar illa úr skotunum sínum í dag og virtust ekki vera að spila eins vel saman og þær gætu á köflum, enda sást pirringur hjá sumum leikmönnum bæði gagnvart sterkri vörn KR og dómurunum sem leyfðu heldur fastan leik beggja megin.Hvað næst? Þá eru bæði lið komin í landsleikjahlé! Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, mun hefja landsliðsverkefnið með hópnum sem að hann valdi fyrir skemmstu. Eftir hléinu lýkur mun KR heimsækja Keflavík laugardaginn 23. nóvember og daginn eftir taka Haukar á móti Skallagrím í Ólafshúsi að Ásvöllum. Benedikt: Fengum nóg í dagBenedikt Guðmundssonvísir/skjáskotBenedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var sáttur með sigurinn í kvöld gegn Haukum og var ekki mikið að stressa sig á stigaskorinu. KR leiddi mest með 18 stigum en unnu að lokum með tíu stigum, 70-60. „Já, ég er bara sáttur með að vinna, vorum með góða forystu og svo datt þetta aðeins niður í fjórða leikhlutanum,“ sagði Benni um lokafjórðunginn sem tapaðist með fjórum stigum. „Náðum ekki alveg að halda sama dampi, en svona er þetta. Maður fær ekki allt sem maður vill stundum en við fengum nóg í dag.“ Fyrir utan það að þjálfa KR er Benni Gumm líka þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Dominosdeild kvenna er nú komin í stutta pásu en Benni er farinn í spennandi landsliðsverkefni strax á morgun. „Æfing á morgun, þær verða allar vonandi fljótar að ná sér. Höfum lítinn tíma, en ég náði að spara Hildi Björgu aðeins, reyndi að spila henni eins lítið og ég komst upp með í leiknum í dag,“ sagði hann um stóran póst innan landsliðsins, hana Hildi Björgu Kjartansdóttur. Hún og fleiri leikmenn munu þurfa að taka á honum stóra sínum til að sækja sigra gegn sterkum liðum Búlgaríu og Grikklands. Leikurinn við Búlgaríu verður næsta fimmtudag (14. nóvember) í Laugardalshöllinni kl.20:00 og Benna hlakkar til. „Já, þetta verður spennandi. Hörkuleikur við Búlgari og strax morguninn eftir ferð út til að spila gegn Grikklandi,“ segir hann og hljómar spenntur fyrir komandi átök. Lovísa Björt: Svolítið erfitt í dagvísir/skjáskotHaukar áttu í mesta basli með að skora á köflum og hittu ekki nema úr þriðjungi skota sinna utan af velli. Það skilaði sér í tíu stiga tapi, 70-60 fyrir KR. „Já, við áttum ekki létt með að skora í dag, þær eru frábærir sóknarmenn og varnarmenn. Meðan við vorum ekki að hitta úr skotunum okkar þá vorum við að reyna pakka inn í teig. Svolítið erfitt í dag,“ sagði Lovísa Björt um slaka skotnýtingu liðsins. Lovísa mætti Hildi Björgu Kjartansdóttur og Unni Töru Jónsdóttur inni í teig og þær börðust allan leikinn gegn hver annarri. „KR er hörkulið en þetta var mjög erfitt inn í teig. Þær eru fastar fyrir og það var kannski verið að leyfa dálítið mikið inni í teig á báða vegu. Bæði lið fengu að sleppa með meira en góðu hófi gegndi,“ sagði Lovísa um leikinn. Nú þegar Dominosdeildin kvenna er komin í landsleikjapásu fer Lovísa Björt strax í næsta verkefni; að undirbúa sig fyrir komandi átök gegn Búlgaríu og Grikklandi. Þar mun hún aftur takast á við Hildi Björgu en þá sem liðsfélagar á landsliðsæfingum. Hún bendir hins vegar á að hún hefur ekki enn verið valin í lokahópinn. „Ég er ekki komin í hópinn ennþá, var valin í 16 manna æfingahópinn. Ég er samt mjög spennt. Kannski meira stressandi að hitta Benna á morgun en Hildi Björgu,“ segir Lovísa, en Benedikt Guðmundsson mun einmitt hafa úr vöndu að ráða með valið á leikmönnum í leikina tvo. „Við sjáum í deildinni í dag að við erum með hörku góða íslenska leikmenn. Ég er bara spennt að hitta þær allar á morgun og fara að æfa.“ Þrátt fyrir að vera hörku leikmaður er þetta í fyrsta sinn sem Lovísa Björt er í æfingahóp landsliðsins. „Ég er nýliði þar sem ég hef ekki gefið kost á mér seinustu fimm ár þar sem ég bjó erlendis,“ segir hún og vísar þar til háskólaáranna sinna í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði fyrir Marist í háskólaboltanum. Íslenska kvennalandsliðið er að fara spila næsta fimmtudag (14. nóvember) kl.20:00 gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni og Domino‘s Pizza mun bjóða öllum frítt á leikinn. Lovísa Björt hvetur alla til að mæta og gengur næstum því svo langt að krefjast þess. „Það er eins gott að við stelpurnar sjáum allt körfuboltafólk á vellinum á fimmtudaginn. Ísland á móti Búlgaríu, getur ekki fengið meira spennandi leik og ég vona að Höllin fyllist og að það verði geggjuð stemming.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti