Mæður og óléttar konur hvattar til þess að mótmæla í dómsmálaráðuneytinu Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 18:30 Salka Gullbrá, skipuleggjandi mótmælanna, er sjálf gengin 22 vikur á leið. Hún segir íslenskar mæður njóta verndar hér á landi og því hafi verið átakanlegt að sjá aðra ólétta konu sæta allt annarri meðferð. Vísir Boðað hefur verið til mótmæla í dómsmálaráðuneytinu á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi á þriðjudag. Að sögn skipuleggjenda eru mæður og óléttar konur sérstaklega hvattar til þess að mæta og sýna samstöðu, enda myndu þær aldrei þurfa að sæta svona meðferð, en allir séu þó velkomnir. Brottvísun fjölskyldunnar hefur vakið hörð viðbrögð en um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan, sem var gengin 36 vikur á leið, hafði fengið vottorð frá heilbrigðisstarfsmönnum þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug“.Sjá einnig: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Salka Gullbrá Þórarinsdóttir boðaði til mótmælanna á Twitter og hvatti sérstaklega ófrískar konur og mæður með ung börn til þess að mæta og mótmæla brottvísuninni. Hún segir fréttir þriðjudagsins hafa verið henni þungbærar, enda hún sjálf gengin 22 vikur á leið.Ófrískar konur og mæður með ung börn ætla að mæta í Dómsmálaráðuneytið á Sölvhólsgötu á morgun, föstudag, kl.15 og mótmæla þeirri ómannúðlegu meðferð á fólki sem varð til þess að ófrískri konu og tveggja ára barni hennar var vísað úr landi á aðfaranótt þriðjudags! — salka gullbrá (@salkagullbra) November 7, 2019 „Þegar þessar fréttir bárust af þessari brottvísun að morgni þriðjudags, þá sit ég heima komin 22 vikur á leið sjálf, drekkandi eitthvað hindberjaseyði því það á að vera gott fyrir legið og er hérna eins og blóm í eggi,“ segir Salka í samtali við Vísi. Hennar upplifun af meðgöngu hafi hingað til verið sú að allt kapp sé lagt á að hennar reynsla sé jákvæð og því hafi verið erfitt að horfa upp á það sem albanska konan þurfti að upplifa. „Ég er borgari sem misbýður þessi meðferð á óléttri konu og ungu barni. Skaðinn er skeður í þessu máli en ég vil, eins og margir, að þetta komi ekki fyrir aftur. Það hefur ekkert komið frá Útlendingastofnun, hvorki í viðtali við formanninn né frá dómsmálaráðherra sem bendir til að þau hyggist grípa til einhverra aðgerða.“Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni hjá lækni í mæðravernd.Mynd/No borders icelandEkki nóg að skrifa reiðan status Að sögn Sölku hefur hún fundið fyrir því að margir séu á sömu skoðun og hún. Fólki blöskri þessi meðferð á fjölskyldunni og það sé kominn tími til þess að grípa til aðgerða og sýna að almenningur líði ekki svona framkomu í garð hælisleitenda. „Íslenskar konur, við eigum rétt á vernd og mér blöskraði að þessi kona ætti ekki rétt á því að njóta vafans, komin 36 vikur á leið. Það koma svona mál upp með reglulegu millibili og mig langaði að gera meira en að sitja heima og skrifa reiðan status og ég veit að margir eru að hugsa á þeim nótum.“ Hún hafi upphaflega fengið hugmyndina á þriðjudag og varpað henni fram á Twitter við góðar undirtektir. Það sé því ljóst að fleiri séu á sömu skoðun og fullt tilefni til þess að fólk sýni það í verki að samfélagið samþykki ekki að þetta komi fyrir aftur.Eru ekki einhverjar óléttar reiðar hér á forritinu til i að fara með mér í óléttukellingamótmæli fyrir utan útlendingastofnun? Koma með öll börnin og fóstrin með okkur og vera með LÆTI? — salka gullbrá (@salkagullbra) November 5, 2019 Hún ítrekar þó að allir séu velkomnir að mæta og mótmæla og krefjast breytinga á verklagi í málefnum hælisleitenda. Það sé ekki boðlegt að slík máli komi upp með reglulegu millibili og átakanlegt að hugsa til þess að ung fjölskylda hafi verið send úr landi, þvert á ráðleggingar læknis. Almenningur verði því að leggja stjórnvöldum línurnar og krefjast breytinga. „Ef maður er að horfa á þetta sem manneskja en ekki regluverk, þá er þetta bara óboðlegt. Það skiptir mig ekkert máli ef það eru einhverjar reglur sem þarf að breyta, þá á bara að breyta þeim. Ef það var eitthvað verklag sem þótti í lagi þarna, þá er það ekki í lagi. Það er auðséð á viðbrögðum fólks við þessu, okkur finnst þetta ekki í lagi.“ Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. 6. nóvember 2019 20:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla í dómsmálaráðuneytinu á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi á þriðjudag. Að sögn skipuleggjenda eru mæður og óléttar konur sérstaklega hvattar til þess að mæta og sýna samstöðu, enda myndu þær aldrei þurfa að sæta svona meðferð, en allir séu þó velkomnir. Brottvísun fjölskyldunnar hefur vakið hörð viðbrögð en um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan, sem var gengin 36 vikur á leið, hafði fengið vottorð frá heilbrigðisstarfsmönnum þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug“.Sjá einnig: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Salka Gullbrá Þórarinsdóttir boðaði til mótmælanna á Twitter og hvatti sérstaklega ófrískar konur og mæður með ung börn til þess að mæta og mótmæla brottvísuninni. Hún segir fréttir þriðjudagsins hafa verið henni þungbærar, enda hún sjálf gengin 22 vikur á leið.Ófrískar konur og mæður með ung börn ætla að mæta í Dómsmálaráðuneytið á Sölvhólsgötu á morgun, föstudag, kl.15 og mótmæla þeirri ómannúðlegu meðferð á fólki sem varð til þess að ófrískri konu og tveggja ára barni hennar var vísað úr landi á aðfaranótt þriðjudags! — salka gullbrá (@salkagullbra) November 7, 2019 „Þegar þessar fréttir bárust af þessari brottvísun að morgni þriðjudags, þá sit ég heima komin 22 vikur á leið sjálf, drekkandi eitthvað hindberjaseyði því það á að vera gott fyrir legið og er hérna eins og blóm í eggi,“ segir Salka í samtali við Vísi. Hennar upplifun af meðgöngu hafi hingað til verið sú að allt kapp sé lagt á að hennar reynsla sé jákvæð og því hafi verið erfitt að horfa upp á það sem albanska konan þurfti að upplifa. „Ég er borgari sem misbýður þessi meðferð á óléttri konu og ungu barni. Skaðinn er skeður í þessu máli en ég vil, eins og margir, að þetta komi ekki fyrir aftur. Það hefur ekkert komið frá Útlendingastofnun, hvorki í viðtali við formanninn né frá dómsmálaráðherra sem bendir til að þau hyggist grípa til einhverra aðgerða.“Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni hjá lækni í mæðravernd.Mynd/No borders icelandEkki nóg að skrifa reiðan status Að sögn Sölku hefur hún fundið fyrir því að margir séu á sömu skoðun og hún. Fólki blöskri þessi meðferð á fjölskyldunni og það sé kominn tími til þess að grípa til aðgerða og sýna að almenningur líði ekki svona framkomu í garð hælisleitenda. „Íslenskar konur, við eigum rétt á vernd og mér blöskraði að þessi kona ætti ekki rétt á því að njóta vafans, komin 36 vikur á leið. Það koma svona mál upp með reglulegu millibili og mig langaði að gera meira en að sitja heima og skrifa reiðan status og ég veit að margir eru að hugsa á þeim nótum.“ Hún hafi upphaflega fengið hugmyndina á þriðjudag og varpað henni fram á Twitter við góðar undirtektir. Það sé því ljóst að fleiri séu á sömu skoðun og fullt tilefni til þess að fólk sýni það í verki að samfélagið samþykki ekki að þetta komi fyrir aftur.Eru ekki einhverjar óléttar reiðar hér á forritinu til i að fara með mér í óléttukellingamótmæli fyrir utan útlendingastofnun? Koma með öll börnin og fóstrin með okkur og vera með LÆTI? — salka gullbrá (@salkagullbra) November 5, 2019 Hún ítrekar þó að allir séu velkomnir að mæta og mótmæla og krefjast breytinga á verklagi í málefnum hælisleitenda. Það sé ekki boðlegt að slík máli komi upp með reglulegu millibili og átakanlegt að hugsa til þess að ung fjölskylda hafi verið send úr landi, þvert á ráðleggingar læknis. Almenningur verði því að leggja stjórnvöldum línurnar og krefjast breytinga. „Ef maður er að horfa á þetta sem manneskja en ekki regluverk, þá er þetta bara óboðlegt. Það skiptir mig ekkert máli ef það eru einhverjar reglur sem þarf að breyta, þá á bara að breyta þeim. Ef það var eitthvað verklag sem þótti í lagi þarna, þá er það ekki í lagi. Það er auðséð á viðbrögðum fólks við þessu, okkur finnst þetta ekki í lagi.“
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. 6. nóvember 2019 20:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. 6. nóvember 2019 20:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13