Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“ Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“
Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07