Bíó og sjónvarp

Orðaður við hlut­verk Mör­gæsarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Írski leikarinn Colin Farrell.
Írski leikarinn Colin Farrell. Vísir/Getty
Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman.

Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler.

Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því.

Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton.

Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.