Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 14:12 Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni þegar hún gekkst undir skoðun á spítala í fyrrakvöld. Mynd/No borders iceland Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15