Skoðun

Menningar­hús á Suður­land, takk!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Engum blöðum er um það að fletta að eitt brýnasta samfélagslega verkefnið á Suðurlandi, er að fullgera Menningarhúsið á Selfossi.



Forsætisráðherra hefur gefið því undir fótinn að eitthvað færi að gerast í málefnum Menningarhússins bráðlega - sem hefur nú staðið óklárað í áratugi. Heimamenn eru því bjartsýnir, eftir yfirlýsingar forsætisráðherra að það gerist nú í haust er fjárlaganefnd kemur saman og að þar verði gert ráð fyrir Menningarhúsi Suðurlands á samþykkt fjárlög næsta árs.



Kæru ráðherrar og þingmenn, við íbúar á Suðurlandi biðlum til ykkar um að þið veitið myndarlegu fjármagni til lúkningar Menningarhússins okkar í fjárlögum nú í haust svo koma megi því í blómlega menningarstarfsemi sem allra fyrst – með fyrirfram þökk!



Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins, varaformaður bæjarráðs og formaður Eigna- og veitunefndar í Svf. Árborg.

Menningarhúsið á Selfossið.Tómas Ellert
Vísir/Magnús Hlynur



Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×