Átti ekki að geta gengið aftur en hefur nú klárað tvö maraþonhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 23:30 Hannah Gavios. Getty/ Noam Galai Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamenn elska þá er það góð endurkomusaga og saga hinnar 26 ára gömlu Hönnuh Gavios á þar svo sannarlega heima. Hannah Gavios kláraði New York maraþonið á dögunum og það er svo sem ekkert fréttnæmt frekar en tíminn hennar. Saga hennar gerði það aftur á móti að verkum að það var eins og hún hefði unnið hlaupið þegar hún kom í mark. Hannah Gavios hafði hlaupið mikið alla sína ævi en árið 2016 lenti hún í hræðilegu slysi. Mæna Hönnuh skaddaðist eftir að hún féll 46 metra fram af fjallsbrún. Hannah Gavios var þar á hlaupum undan manni sem réðst á hana í Tælandi. Hannah Gavios lamaðist við fallið og fékk að vita það frá læknunum að hún myndi aldrei ganga aftur.After an accident, Hannah Gavios was told she may never walk again. She finished her second New York City Marathon https://t.co/x9KotVW0pxpic.twitter.com/4DFRE7Mt3l — ESPN (@espn) November 5, 2019Hannah Gavios var hins vegar ekki á því og í fyrra kláraði hún sitt fyrsta New York maraþon. Hannah fór síðan aftur í ár og kláraði að þessu sinni hlaupið á rúmum ellefu klukkutímum. Það má sjá hana koma í mark hér fyrir ofan. Hannah Gavios fór alla 42 kílómetrana á hækjum. „Eftir að ég meiddist þá sagði ég sjálfri mér það að hverjar sem kringumstæðurnar væru þá væri ég alltaf hlaupari,“ sagði Hannah Gavios sem býr í Astoria í New York fylki. Hannah Gavios stefnir meira að segja hærra en að klára eitt stykki maraþonhlaup. Hún er með augum á hæsta fjalli Afríku. „Draumur minn er að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Hannah Gavios.Hannah Gavios, a former competitive runner, was paralyzed in Thailand 3 years ago after falling 150 feet from a cliff as she tried to escape a sexual assault from a man she asked for directions. On Sunday she'll run the NYC Marathon: https://t.co/bHlAjj3jvKpic.twitter.com/b9dSPYenDh — Rachel Bachman (@Bachscore) November 1, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamenn elska þá er það góð endurkomusaga og saga hinnar 26 ára gömlu Hönnuh Gavios á þar svo sannarlega heima. Hannah Gavios kláraði New York maraþonið á dögunum og það er svo sem ekkert fréttnæmt frekar en tíminn hennar. Saga hennar gerði það aftur á móti að verkum að það var eins og hún hefði unnið hlaupið þegar hún kom í mark. Hannah Gavios hafði hlaupið mikið alla sína ævi en árið 2016 lenti hún í hræðilegu slysi. Mæna Hönnuh skaddaðist eftir að hún féll 46 metra fram af fjallsbrún. Hannah Gavios var þar á hlaupum undan manni sem réðst á hana í Tælandi. Hannah Gavios lamaðist við fallið og fékk að vita það frá læknunum að hún myndi aldrei ganga aftur.After an accident, Hannah Gavios was told she may never walk again. She finished her second New York City Marathon https://t.co/x9KotVW0pxpic.twitter.com/4DFRE7Mt3l — ESPN (@espn) November 5, 2019Hannah Gavios var hins vegar ekki á því og í fyrra kláraði hún sitt fyrsta New York maraþon. Hannah fór síðan aftur í ár og kláraði að þessu sinni hlaupið á rúmum ellefu klukkutímum. Það má sjá hana koma í mark hér fyrir ofan. Hannah Gavios fór alla 42 kílómetrana á hækjum. „Eftir að ég meiddist þá sagði ég sjálfri mér það að hverjar sem kringumstæðurnar væru þá væri ég alltaf hlaupari,“ sagði Hannah Gavios sem býr í Astoria í New York fylki. Hannah Gavios stefnir meira að segja hærra en að klára eitt stykki maraþonhlaup. Hún er með augum á hæsta fjalli Afríku. „Draumur minn er að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Hannah Gavios.Hannah Gavios, a former competitive runner, was paralyzed in Thailand 3 years ago after falling 150 feet from a cliff as she tried to escape a sexual assault from a man she asked for directions. On Sunday she'll run the NYC Marathon: https://t.co/bHlAjj3jvKpic.twitter.com/b9dSPYenDh — Rachel Bachman (@Bachscore) November 1, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira