Fyrstir til að vinna Tom Brady og félaga síðan í desember 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 10:00 Svekkjandi kvöld fyrir Tom Brady. Getty/Scott Taetsch Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26 NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26
NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira