Borgin ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 20:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira