Mikil þörf á að rannsaka streitu og kulnun í samfélaginu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:30 Gyða Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingur segir mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og kulnun í samfélaginu og það þurfi einnig að rannsaka málið af meiri festu, Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira