Vonar að geitin fái að vera þrátt fyrir þúsundir sem vilja hana feiga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 13:02 Mynd frá árinu 2015. Þá tókst geitinni að tortíma sér án hjálpar frá brennuvörgum. Leitt hafði út frá jólaseríu með þeim afleiðingum að geitin fuðraði upp. MYND/BYLGJA GUÐJÓNSDÓTTIR Kostnaðurinn getur hlaupið á nokkrum milljónum ef lokatakmarki íslenskra brennuvarga verður náð, það er að bera eld að hinni landsfrægu jólageit IKEA. Þetta segir Guðný Camilla Aradóttir, upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi, í samtali við Vísi. Nýlega var stofnaður Facebook-viðburður undir yfirskriftinni „Kveikjum í geitinni, þau geta ekki stöðvað okkur öll,“ og hafa á fimmta þúsund Fésbokarnotenda lýst yfir komu sinni eða í það minnsta áhuga á fyrirhugaðri geitabrennu. Í viðburðarlýsingunni er viðburðarík saga geitarinnar rakin auk þess sem sá ónafngreindi aðili sem skrifar virðist hafa ímugust á því hve snemma IKEA setur geitin upp og boðar þannig að koma jólanna sé á næsta leiti. Guðný Camilla segir að geitin sé afar vel vöktuð, líkt og síðustu ár. Þrátt fyrir að um augljóst grín sé að ræða þurfi ekki nema nokkra til þess að taka grínið of langt. Af litlum neista verður oft mikið bál, eins og skáldið sagði. „Við munum vakta þetta vel. Við erum með öfluga öryggisdeild,“ segir Guðný og bendir á að síðustu ár hafi geitin fengið að standa óáreitt. Síðast var borinn eldur að geitinni árið 2016. „Þetta er búið að vera frekar stillt. Við viljum nú helst að brennuvargarnir leiti sér hjálpar, því þetta er ekkert sniðugt,“ segir Guðný og bendir á að árið 2017 hafi tilvonandi brennuvargar næstum slasað sig í árangurslausri tilraun til þess að koma geitinni fyrir kattarnef.Geitin hefur ýmist staðið af sér árásir, fuðrað upp eða fallið í veðurofsa á síðustu árum.Vísir/TinniGuðný segir að kostnaðurinn við geitabrennuna hafi síðast hlaupið á nokkrum milljónum, teljandi á fingrum annarrar handar. „Þá voru þeir sem þetta gerðu kærðir og allur kostnaður tekinn saman. Ef ég man rétt þá voru þetta um fjórar milljónir.“ Guðný gefur ekki mikið fyrir gagnrýni þeirra sem vilja geitina feiga, um að IKEA fagni jólunum of snemma. „Það er eitthvað sem við heyrum á hverju ári. Þetta hefur ekki breyst í mörg ár. Svona er hátturinn á þessu eins og hjá mörgum,“ segir Guðný og bætir við að hún telji það vera háværan minnihluta sem setur sig svo harðlega á móti snemmbúinni jólastemningu. Því til stuðnings bendir hún á að einhverjar þeirra jólavara sem IKEA býður nú upp á séu að seljast upp. Guðný segir fyrst og fremst leiðinlegt að fólk geti ekki séð eigur annarra í friði og vilji þannig kála geitinni. „Ég vil höfða til heilbrigðrar skynsemi brennuvarganna, því þetta er bara stórhættulegt fyrir þá og aðra. Skemmdarfýsn er voðalega leiðinleg. Það er ekki okkar ætlun að fólk sjái þetta sem ögrun eða áskorun um að ná að kveikja í geitinni.“ Að mati Guðnýjar virðist vera komin fram „ný kynslóð grínara“ sem vill senda geitina yfir móðuna miklu. Umræðan um slíkt hafi verið í lægð fram að því að Facebook-viðburðurinn var stofnaður. „Þegar það eru komnir nokkur þúsund manns sem finnst þetta sniðugt þá sperrir maður upp augu og eyru og fylgist vel með.“ Garðabær IKEA Jólaskraut Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 „Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 „Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“ IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. 14. nóvember 2016 10:30 Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“ Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. 26. október 2015 15:30 IKEA-geitin lifði jólin af: Verður geymd á leynilegum stað næsta árið Geitin sem síðustu vikur hefur staðið fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ var flutt á brott í morgun. 29. desember 2017 11:52 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kostnaðurinn getur hlaupið á nokkrum milljónum ef lokatakmarki íslenskra brennuvarga verður náð, það er að bera eld að hinni landsfrægu jólageit IKEA. Þetta segir Guðný Camilla Aradóttir, upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi, í samtali við Vísi. Nýlega var stofnaður Facebook-viðburður undir yfirskriftinni „Kveikjum í geitinni, þau geta ekki stöðvað okkur öll,“ og hafa á fimmta þúsund Fésbokarnotenda lýst yfir komu sinni eða í það minnsta áhuga á fyrirhugaðri geitabrennu. Í viðburðarlýsingunni er viðburðarík saga geitarinnar rakin auk þess sem sá ónafngreindi aðili sem skrifar virðist hafa ímugust á því hve snemma IKEA setur geitin upp og boðar þannig að koma jólanna sé á næsta leiti. Guðný Camilla segir að geitin sé afar vel vöktuð, líkt og síðustu ár. Þrátt fyrir að um augljóst grín sé að ræða þurfi ekki nema nokkra til þess að taka grínið of langt. Af litlum neista verður oft mikið bál, eins og skáldið sagði. „Við munum vakta þetta vel. Við erum með öfluga öryggisdeild,“ segir Guðný og bendir á að síðustu ár hafi geitin fengið að standa óáreitt. Síðast var borinn eldur að geitinni árið 2016. „Þetta er búið að vera frekar stillt. Við viljum nú helst að brennuvargarnir leiti sér hjálpar, því þetta er ekkert sniðugt,“ segir Guðný og bendir á að árið 2017 hafi tilvonandi brennuvargar næstum slasað sig í árangurslausri tilraun til þess að koma geitinni fyrir kattarnef.Geitin hefur ýmist staðið af sér árásir, fuðrað upp eða fallið í veðurofsa á síðustu árum.Vísir/TinniGuðný segir að kostnaðurinn við geitabrennuna hafi síðast hlaupið á nokkrum milljónum, teljandi á fingrum annarrar handar. „Þá voru þeir sem þetta gerðu kærðir og allur kostnaður tekinn saman. Ef ég man rétt þá voru þetta um fjórar milljónir.“ Guðný gefur ekki mikið fyrir gagnrýni þeirra sem vilja geitina feiga, um að IKEA fagni jólunum of snemma. „Það er eitthvað sem við heyrum á hverju ári. Þetta hefur ekki breyst í mörg ár. Svona er hátturinn á þessu eins og hjá mörgum,“ segir Guðný og bætir við að hún telji það vera háværan minnihluta sem setur sig svo harðlega á móti snemmbúinni jólastemningu. Því til stuðnings bendir hún á að einhverjar þeirra jólavara sem IKEA býður nú upp á séu að seljast upp. Guðný segir fyrst og fremst leiðinlegt að fólk geti ekki séð eigur annarra í friði og vilji þannig kála geitinni. „Ég vil höfða til heilbrigðrar skynsemi brennuvarganna, því þetta er bara stórhættulegt fyrir þá og aðra. Skemmdarfýsn er voðalega leiðinleg. Það er ekki okkar ætlun að fólk sjái þetta sem ögrun eða áskorun um að ná að kveikja í geitinni.“ Að mati Guðnýjar virðist vera komin fram „ný kynslóð grínara“ sem vill senda geitina yfir móðuna miklu. Umræðan um slíkt hafi verið í lægð fram að því að Facebook-viðburðurinn var stofnaður. „Þegar það eru komnir nokkur þúsund manns sem finnst þetta sniðugt þá sperrir maður upp augu og eyru og fylgist vel með.“
Garðabær IKEA Jólaskraut Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 „Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 „Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“ IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. 14. nóvember 2016 10:30 Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“ Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. 26. október 2015 15:30 IKEA-geitin lifði jólin af: Verður geymd á leynilegum stað næsta árið Geitin sem síðustu vikur hefur staðið fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ var flutt á brott í morgun. 29. desember 2017 11:52 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09
IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26
„Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“ IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. 14. nóvember 2016 10:30
Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“ Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. 26. október 2015 15:30
IKEA-geitin lifði jólin af: Verður geymd á leynilegum stað næsta árið Geitin sem síðustu vikur hefur staðið fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ var flutt á brott í morgun. 29. desember 2017 11:52
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26