Kona bankaði upp á og tók völdin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 12:07 Ég er ánægður atvinnuleysingi, segir Ólafur Jóhann, Fréttablaðið/Ernir Innflytjandinn er nýjasta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þar fer nokkrum sögum fram. Matargagnrýnandi, sem býr í New York, kemur til landsins með jarðneskar leifar vinar síns. Á sama tíma veldur hvarf ungrar stúlku uppnámi meðal þjóðarinnar og innflytjandi, múslimi frá Pakistan, deyr voveiflega. Allt þetta kemur saman í skáldsögu sem er vel fléttuð og afar læsileg. „Ég var að lesa prófarkir af Sakramentinu þegar þessi skáldsaga byrjaði að leita á mig og þræðir hennar komu nokkurn veginn samtímis. Það er yfirleitt þannig að ég verð að vera kominn með aðalkarakterinn í hausinn áður en ég byrja að skrifa. Ég ætlaði upphaflega að hafa sögupersónuna karlmann en það bara gekk ekki. Svo bankaði þessi kona upp á, karlinn fauk samstundis og hún tók völdin,“ segir Ólafur Jóhann. Í sögunni verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar stúlku sem virðist hafa gufað upp. „Stundum gerast atburðir sem verða til þess að samkennd grípur um sig meðal þjóðarinnar. Það er einn af kostum okkar Íslendinga að þegar á bjátar getum við snúið bökum saman. Mig langaði að fjalla um það þegar hjörtu slá í takt. Svo fór ég að velta fyrir mér hvernig væri að standa utan heildarinnar, upplifa sig sem innflytjanda og í ókunnu landi og vera jafnvel tortryggður vegna upprunans. Í New York spjalla ég mikið við leigubílstjóra. Ég var í leigubíl þegar Anna konan mín hringdi í mig og ég talaði við hana á íslensku. Þegar við vorum búin að tala saman spurði leigubílstjórinn hvaðan ég væri og ég sagði honum það. Hann sagði mér að frændi sinn frá Pakistan væri á Íslandi og væri að reyna að komast til Bandaríkjanna. Honum þætti dimmt á veturna á Íslandi. Þá fóru hinir ýmsu þræðir sögunnar að raðast saman í huga mér.“ Birtistljóslifandi Aðalpersóna bókarinnar Hildur Haraldsdóttir er ein af hinum eftirminnilegu kvenpersónum sem Ólafi Jóhanni lætur svo vel að skapa. Fyrsta konan sem varð aðalpersóna í bók hans er Ásdís í Slóð fiðrildanna. „Þegar ég fékk þá hugmynd var ég ekki viss um að það væri sniðugt og ýtti henni frá mér. Svo varð ég hreinlega að láta slag standa því sagan og konan héldust í hendur,“ segir Ólafur Jóhann. „Þegar maður skrifar bók er maður að setja sig í að búa með persónum hennar í langan tíma og þá verður að sjá fram á að sú sambúð verði sæmileg og að maður hafi einhverja ánægju af henni. Hildur birtist mér ljóslifandi mjög snemma og mótaðist mjög fljótt. Ég hafði mjög gaman af að skrifa hana. Bækurnar renna ekki alltaf jafn vel í skriftum en þessi rann mjög vel. Auðvitað var þetta fyrirhöfn en ég var ekki að rekast á neina veggi.“ Hildur er matargagnrýnandi sem skrifar undir karlmannsdulnefni. Matur fær töluvert pláss í bókinni og þar er oft vitnað í matargagnrýni Hildar. „Ég hafði mjög gaman af að skrifa matargagnrýnina. Tilgerð fer mjög í taugarnar á Hildi og sömuleiðis það sem henni finnst vera uppskafningsháttur,“ segir Ólafur Jóhann. Dekrað við útlendingahatur Innflytjandinn fjallar ekki síst um útlendingahatur og fordóma gagnvart múslimum. Bókin ber með sér að höfundur lagðist í mikla heimildavinnu. „Ég talaði við fólk úr félögum og samfélagi múslima hér á landi og las allt sem ég komst yfir. Ég reyndi að viða að mér eins miklum upplýsingum og ég gat.“ Matarmenning kemur einnig við sögu í þeim köflum bókarinnar sem tengjast múslimum. „Ég fór á skyndibitastaðina á Ingólfstorgi, skoðaði þá og fékk tilfinningu fyrir þeim og spjallaði við starfsmenn. Í New York fór ég í lítið hverfi þar sem múslimar koma saman í hádeginu og grípa með sér mat. Ég notaði sérhvert tækifæri í leigubílum til að spjalla við leigubílstjóra sem eru múslimar.“ Í bókinni er minnst á íslenskan stjórnmálaflokk, Heimaflokkinn, en kjörorð hans er: Heima er best. Ólafur Jóhann er spurður hvort hann skynji hneigð hér á landi til að stimpla múslima sem óæskilega. „Heimaflokkurinn er ekki algjör hugarsmíð mín. Hér vottar fyrir dekri við útlendingahatur. Það er þó ekkert í líkingu við það daður við rasisma sem ég bý við dagsdaglega fyrir vestan,“ segir hann. Óttast endurkjör Trumps Spurður um afstöðu sína til Donalds Trump sem forseta segir hann: „Ég er frjáls og óháður í pólitík. Mér hefur ekki liðið svona undir neinum forseta. Ég hef aldrei séð þessa þjóð jafn klofna. Hver einasti dagur hjá Trump er þaninn. Öfgarnar, framferðið, talsmátinn, ekkert af þessu er eðlilegt en verið er að normalísera það. Trump passar að ekkert annað komist að. Þekktur blaðamaður sem er búinn að skrifa bækur um síðustu tvo forseta og þeirra tíð sagði við mig að Trump vildi eiga allt áhorf. Þannig metur hann hvernig dagurinn hefur verið, ef ekkert annað en hann sjálfur hefur komist að, þá er hann sáttur.“ Hann segist óttast að Trump nái endurkjöri. „Ég er hræddur um að Demókratar fari of langt til vinstri og tapi þess vegna næstu forsetakosningum. Það eru þrír hópar sem Demókratar verða að ná í til að vinna. Það er miðjufylgið sem þeir náðu í þingkosningunum fyrir ári. Síðan eru það blökkumennirnir sem mættu ekki á kjörstað fyrir Hillary Clinton, eins og þeir gerðu fyrir Obama. Síðan er það hvíta verkafólkið. Ég held að Elizabeth Warren muni ekki ná til þessara þriggja hópa. Hún hefur mjög lítið fylgi meðal blökkufólks og verkafólks og millistéttin telur hana of vinstrisinnaða. Ef hún verður frambjóðandi Demókrata þá held ég að þeir muni tapa. Joe Biden nær til allra þriggja hópa, en hefur rekið ansi slappa kosningabaráttu. Það er samt enn mikið eftir.“ Ánægður atvinnuleysingi Rúmt ár er síðan Ólafur Jóhann lét af störfum sem aðstoðarforstjóri Time Warner. „Ég er ekki með nein fráhvarfseinkenni. Mér líkaði vel í mínu starfi og hafði gaman af því en ef ég hefði verið þar áfram hefði það verið endurtekið efni. Þegar ég hætti skrifaði ég undir samning þess efnis að ég mætti ekki fara í samkeppni við fyrirtækið og nýja eigendur. Sá samningur rann út nýlega. Nú hef ég meiri tíma til að skrifa og vera með fjölskyldunni og get verið meira á Íslandi. Eitt og annað hefur verið nefnt við mig en ég er ekkert að f lýta mér, ég ætla bara að sjá til. Ég er ánægður atvinnuleysingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Innflytjandinn er nýjasta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þar fer nokkrum sögum fram. Matargagnrýnandi, sem býr í New York, kemur til landsins með jarðneskar leifar vinar síns. Á sama tíma veldur hvarf ungrar stúlku uppnámi meðal þjóðarinnar og innflytjandi, múslimi frá Pakistan, deyr voveiflega. Allt þetta kemur saman í skáldsögu sem er vel fléttuð og afar læsileg. „Ég var að lesa prófarkir af Sakramentinu þegar þessi skáldsaga byrjaði að leita á mig og þræðir hennar komu nokkurn veginn samtímis. Það er yfirleitt þannig að ég verð að vera kominn með aðalkarakterinn í hausinn áður en ég byrja að skrifa. Ég ætlaði upphaflega að hafa sögupersónuna karlmann en það bara gekk ekki. Svo bankaði þessi kona upp á, karlinn fauk samstundis og hún tók völdin,“ segir Ólafur Jóhann. Í sögunni verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar stúlku sem virðist hafa gufað upp. „Stundum gerast atburðir sem verða til þess að samkennd grípur um sig meðal þjóðarinnar. Það er einn af kostum okkar Íslendinga að þegar á bjátar getum við snúið bökum saman. Mig langaði að fjalla um það þegar hjörtu slá í takt. Svo fór ég að velta fyrir mér hvernig væri að standa utan heildarinnar, upplifa sig sem innflytjanda og í ókunnu landi og vera jafnvel tortryggður vegna upprunans. Í New York spjalla ég mikið við leigubílstjóra. Ég var í leigubíl þegar Anna konan mín hringdi í mig og ég talaði við hana á íslensku. Þegar við vorum búin að tala saman spurði leigubílstjórinn hvaðan ég væri og ég sagði honum það. Hann sagði mér að frændi sinn frá Pakistan væri á Íslandi og væri að reyna að komast til Bandaríkjanna. Honum þætti dimmt á veturna á Íslandi. Þá fóru hinir ýmsu þræðir sögunnar að raðast saman í huga mér.“ Birtistljóslifandi Aðalpersóna bókarinnar Hildur Haraldsdóttir er ein af hinum eftirminnilegu kvenpersónum sem Ólafi Jóhanni lætur svo vel að skapa. Fyrsta konan sem varð aðalpersóna í bók hans er Ásdís í Slóð fiðrildanna. „Þegar ég fékk þá hugmynd var ég ekki viss um að það væri sniðugt og ýtti henni frá mér. Svo varð ég hreinlega að láta slag standa því sagan og konan héldust í hendur,“ segir Ólafur Jóhann. „Þegar maður skrifar bók er maður að setja sig í að búa með persónum hennar í langan tíma og þá verður að sjá fram á að sú sambúð verði sæmileg og að maður hafi einhverja ánægju af henni. Hildur birtist mér ljóslifandi mjög snemma og mótaðist mjög fljótt. Ég hafði mjög gaman af að skrifa hana. Bækurnar renna ekki alltaf jafn vel í skriftum en þessi rann mjög vel. Auðvitað var þetta fyrirhöfn en ég var ekki að rekast á neina veggi.“ Hildur er matargagnrýnandi sem skrifar undir karlmannsdulnefni. Matur fær töluvert pláss í bókinni og þar er oft vitnað í matargagnrýni Hildar. „Ég hafði mjög gaman af að skrifa matargagnrýnina. Tilgerð fer mjög í taugarnar á Hildi og sömuleiðis það sem henni finnst vera uppskafningsháttur,“ segir Ólafur Jóhann. Dekrað við útlendingahatur Innflytjandinn fjallar ekki síst um útlendingahatur og fordóma gagnvart múslimum. Bókin ber með sér að höfundur lagðist í mikla heimildavinnu. „Ég talaði við fólk úr félögum og samfélagi múslima hér á landi og las allt sem ég komst yfir. Ég reyndi að viða að mér eins miklum upplýsingum og ég gat.“ Matarmenning kemur einnig við sögu í þeim köflum bókarinnar sem tengjast múslimum. „Ég fór á skyndibitastaðina á Ingólfstorgi, skoðaði þá og fékk tilfinningu fyrir þeim og spjallaði við starfsmenn. Í New York fór ég í lítið hverfi þar sem múslimar koma saman í hádeginu og grípa með sér mat. Ég notaði sérhvert tækifæri í leigubílum til að spjalla við leigubílstjóra sem eru múslimar.“ Í bókinni er minnst á íslenskan stjórnmálaflokk, Heimaflokkinn, en kjörorð hans er: Heima er best. Ólafur Jóhann er spurður hvort hann skynji hneigð hér á landi til að stimpla múslima sem óæskilega. „Heimaflokkurinn er ekki algjör hugarsmíð mín. Hér vottar fyrir dekri við útlendingahatur. Það er þó ekkert í líkingu við það daður við rasisma sem ég bý við dagsdaglega fyrir vestan,“ segir hann. Óttast endurkjör Trumps Spurður um afstöðu sína til Donalds Trump sem forseta segir hann: „Ég er frjáls og óháður í pólitík. Mér hefur ekki liðið svona undir neinum forseta. Ég hef aldrei séð þessa þjóð jafn klofna. Hver einasti dagur hjá Trump er þaninn. Öfgarnar, framferðið, talsmátinn, ekkert af þessu er eðlilegt en verið er að normalísera það. Trump passar að ekkert annað komist að. Þekktur blaðamaður sem er búinn að skrifa bækur um síðustu tvo forseta og þeirra tíð sagði við mig að Trump vildi eiga allt áhorf. Þannig metur hann hvernig dagurinn hefur verið, ef ekkert annað en hann sjálfur hefur komist að, þá er hann sáttur.“ Hann segist óttast að Trump nái endurkjöri. „Ég er hræddur um að Demókratar fari of langt til vinstri og tapi þess vegna næstu forsetakosningum. Það eru þrír hópar sem Demókratar verða að ná í til að vinna. Það er miðjufylgið sem þeir náðu í þingkosningunum fyrir ári. Síðan eru það blökkumennirnir sem mættu ekki á kjörstað fyrir Hillary Clinton, eins og þeir gerðu fyrir Obama. Síðan er það hvíta verkafólkið. Ég held að Elizabeth Warren muni ekki ná til þessara þriggja hópa. Hún hefur mjög lítið fylgi meðal blökkufólks og verkafólks og millistéttin telur hana of vinstrisinnaða. Ef hún verður frambjóðandi Demókrata þá held ég að þeir muni tapa. Joe Biden nær til allra þriggja hópa, en hefur rekið ansi slappa kosningabaráttu. Það er samt enn mikið eftir.“ Ánægður atvinnuleysingi Rúmt ár er síðan Ólafur Jóhann lét af störfum sem aðstoðarforstjóri Time Warner. „Ég er ekki með nein fráhvarfseinkenni. Mér líkaði vel í mínu starfi og hafði gaman af því en ef ég hefði verið þar áfram hefði það verið endurtekið efni. Þegar ég hætti skrifaði ég undir samning þess efnis að ég mætti ekki fara í samkeppni við fyrirtækið og nýja eigendur. Sá samningur rann út nýlega. Nú hef ég meiri tíma til að skrifa og vera með fjölskyldunni og get verið meira á Íslandi. Eitt og annað hefur verið nefnt við mig en ég er ekkert að f lýta mér, ég ætla bara að sjá til. Ég er ánægður atvinnuleysingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira