Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós Björn Þorfinnsson skrifar 2. nóvember 2019 09:15 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri í Íslensku óperunni. Fréttablaðið/Eyþór kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira